Hjörtur óskar eftir starfslokum hjá Sýn Tinni Sveinsson skrifar 27. júní 2018 11:12 Hjörtur Hjartarson. fréttablaðið/ernir Hjörtur Hjartarson, dagskrárgerðarmaður hjá Sýn, hefur óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í færslu frá Hirti á Facebook. Hann var á sunnudag sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar. Í færslunni segir Hjörtur að hann skilji mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið en í gær sendu yfir 100 fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu þar sem þær kröfðust þess að yfirmenn fjölmiðla tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þá mótmæltu þær því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. „Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það,“ segir Hjörtur. Þá segir hann að lokum að honum þyki afar leitt að hafa brugðist því trausti sem honum hafi verið sýnt. Færslu Hjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma mín hefur vakið en hún varð þess valdandi að ég var kallaður heim frá Rússlandi fyrr en ætlað var. Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það. Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst. Með hlýrri kveðju, Hjörtur HjartarsonKæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hjörtur Hjartarson, dagskrárgerðarmaður hjá Sýn, hefur óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í færslu frá Hirti á Facebook. Hann var á sunnudag sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar. Í færslunni segir Hjörtur að hann skilji mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið en í gær sendu yfir 100 fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu þar sem þær kröfðust þess að yfirmenn fjölmiðla tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þá mótmæltu þær því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. „Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það,“ segir Hjörtur. Þá segir hann að lokum að honum þyki afar leitt að hafa brugðist því trausti sem honum hafi verið sýnt. Færslu Hjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma mín hefur vakið en hún varð þess valdandi að ég var kallaður heim frá Rússlandi fyrr en ætlað var. Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það. Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst. Með hlýrri kveðju, Hjörtur HjartarsonKæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47