Teiknar fleyg íslensk orð í villtri náttúru Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 28. júní 2018 06:00 Sólveig Eva er spennt fyrir sinni fyrstu myndskreytisýningu um helgina á Reykjavík Fringe Festival. Fréttablaðið/Stefán Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira