Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 11:18 Pus er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs. Dýr Norðurlönd Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira