Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 11:18 Pus er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs. Dýr Norðurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira