Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2018 19:45 Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen. Dýr Norðurlönd Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira