Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2018 23:37 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og forvera Kristjáns Þórs í ráðherraembættinu, sem birt var á vef þingsins fyrr í dag. Í svarinu segir ráðherra að hvalveiðistefnan byggist á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar, sem sé mikilvæg meginregla varðandi bæði umhverfisvernd og nýtingu lifandi auðlinda. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svarinu.Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða könnuð Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ráðherra hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf til veiða á langreyði í sumar, að teknu tilliti til heildarhagsmuna landsins og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Ráðherra segir að ekki séu uppi þannig aðstæður að heimilt sé að lögum að takmarka veiðar á langreyði þannig að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári. Þá segir einnig í svari ráðherra að hvorki sé tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa hvalveiða Íslendinga. Hafi ráðherra beðið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en slík skýrsla var síðast unnin af stofnuninni árið 2010. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og forvera Kristjáns Þórs í ráðherraembættinu, sem birt var á vef þingsins fyrr í dag. Í svarinu segir ráðherra að hvalveiðistefnan byggist á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar, sem sé mikilvæg meginregla varðandi bæði umhverfisvernd og nýtingu lifandi auðlinda. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svarinu.Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða könnuð Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ráðherra hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf til veiða á langreyði í sumar, að teknu tilliti til heildarhagsmuna landsins og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Ráðherra segir að ekki séu uppi þannig aðstæður að heimilt sé að lögum að takmarka veiðar á langreyði þannig að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári. Þá segir einnig í svari ráðherra að hvorki sé tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa hvalveiða Íslendinga. Hafi ráðherra beðið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en slík skýrsla var síðast unnin af stofnuninni árið 2010.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira