Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:00 Ármann Kr., bæjarstjóri Kópavogs, vill lækka laun sín og bæjarfulltrúa um 15 prósent. Laun hans hækkuðu um 32,7 prósent. fréttablaðið/anton brink „Þetta er í þá átt sem rætt var um í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að lækka laun bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa bæjarins um 15 prósent. Tillagan kemur í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um launaskrið bæjarstjórans en launin hækkuðu um 612 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri er Ármann með tæpar 2,5 milljónir króna í laun á mánuði, nokkuð sem gagnrýnt hefur verið harðlega, meðal annars af Birki Jóni. Fyrir kosningar sendi Birkir frá sér yfirlýsingu um að laun bæjarstjórans hefðu keyrt fram úr öllu hófi og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu endurskoðuð og lækkuð á nýju kjörtímabili. Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi.Svo fór að Birkir Jón myndaði sem oddviti Framsóknarflokksins meirihluta með Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. í bænum. Birkir Jón tiltók hins vegar aðeins kjör bæjarstjóra, ekki bæjarfulltrúa.En í ljósi þess að gagnrýnin sneri öll að launakjörum bæjarstjórans, er virkilega þörf á að lækka laun bæjarfulltrúa líka? „Það er eitthvað sem forsætisnefnd og allir kjörnir fulltrúar þurfa að skoða í framhaldinu. Ég hef sagt að það sé rétt að skoða þessa hluti í samhengi við önnur sveitarfélög og við erum rétt að hefja það samtal,“ segir Birkir Jón. Í tillögu bæjarstjórans, sem hann segir vera til að svara gagnrýni á launakjör bæjarstjórnenda, er gert ráð fyrir 15 prósenta lækkun launa en líkt og Fréttablaðið greindi frá hækkuðu laun hans um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Nái lækkunin fram að ganga þýðir það að mánaðarlaun Ármanns, sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, lækka um 347 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun bæjarstjórans færu því úr tæpum 2,5 milljónum í rúmlega 2,1 milljón. Það gerir hann, eftir sem áður, að næstlaunahæsta bæjarstjóra landsins. Aðeins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær greidd hærri laun fyrir starfið. Algeng laun bæjarstjóra á Íslandi eru á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er í þá átt sem rætt var um í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að lækka laun bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa bæjarins um 15 prósent. Tillagan kemur í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um launaskrið bæjarstjórans en launin hækkuðu um 612 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri er Ármann með tæpar 2,5 milljónir króna í laun á mánuði, nokkuð sem gagnrýnt hefur verið harðlega, meðal annars af Birki Jóni. Fyrir kosningar sendi Birkir frá sér yfirlýsingu um að laun bæjarstjórans hefðu keyrt fram úr öllu hófi og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu endurskoðuð og lækkuð á nýju kjörtímabili. Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi.Svo fór að Birkir Jón myndaði sem oddviti Framsóknarflokksins meirihluta með Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. í bænum. Birkir Jón tiltók hins vegar aðeins kjör bæjarstjóra, ekki bæjarfulltrúa.En í ljósi þess að gagnrýnin sneri öll að launakjörum bæjarstjórans, er virkilega þörf á að lækka laun bæjarfulltrúa líka? „Það er eitthvað sem forsætisnefnd og allir kjörnir fulltrúar þurfa að skoða í framhaldinu. Ég hef sagt að það sé rétt að skoða þessa hluti í samhengi við önnur sveitarfélög og við erum rétt að hefja það samtal,“ segir Birkir Jón. Í tillögu bæjarstjórans, sem hann segir vera til að svara gagnrýni á launakjör bæjarstjórnenda, er gert ráð fyrir 15 prósenta lækkun launa en líkt og Fréttablaðið greindi frá hækkuðu laun hans um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Nái lækkunin fram að ganga þýðir það að mánaðarlaun Ármanns, sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, lækka um 347 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun bæjarstjórans færu því úr tæpum 2,5 milljónum í rúmlega 2,1 milljón. Það gerir hann, eftir sem áður, að næstlaunahæsta bæjarstjóra landsins. Aðeins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær greidd hærri laun fyrir starfið. Algeng laun bæjarstjóra á Íslandi eru á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent