Allt small á fyrstu æfingu Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2018 12:00 Tónlistarfólkið í tríóinu Tourlou var farið að skipuleggja tónleikaferðalag áður en það hafði lokið fyrstu æfingunni og fann að samspilið var algjörlega sérstakt. Tríóið Tourlou frá Hollandi er nú á tónleikaferðalagi um landið í fyrsta sinn. Þau spila í Hannesarholti í kvöld en það eru styrktartónleikar fyrir verkefni þeirra sem snýst um að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem hefur ekki tök á að sækja tónleika. „Við erum tríó sem er búsett í Hollandi. Ég er eini Íslendingurinn í bandinu – en með mér er strákur frá Spáni og stelpa frá Hollandi. Við erum á tónleikaferðalagi um Ísland og samhliða tónleikaferðalaginu erum við með verkefni sem gengur út á það að spila á stöðum þar sem fólk hefur minni aðgang að lifandi tónlist. Í gær spiluðum við í Kvennaathvarfinu og í dag í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Við erum svo að fara að spila á dvalarheimilinu í Stykkishólmi og á Seyðisfirði. Þarna bjóðum við upp á ókeypis tónleika. Til að fjármagna þetta verkefni erum við með hópsöfnun í gangi og þessir tónleikar í Hannesarholti eru styrktartónleikar fyrir verkefnið – allur ágóðinn fer í það,“ segir Anna Vala Ólafsdóttir, sellóleikari og söngkona tríósins Tourlou sem nú ferðast um Ísland í fyrsta sinn. Tourlou er skipað auk Önnu, þeim David Alameda Márquez og Mayumi Malotaux. Tourlou spila í Hannesarholti í kvöld og eins og Anna sagði verða það styrktartónleikar fyrir verkefni sveitarinnar Live Music Beyond Borders sem gengur út á að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur annars ekki tök á að sækja tónleika – hvort sem er af fjárhagslegum, heilsufarslegum eða öðrum ástæðum. Tríóið spilar þjóðlagatónlist alls staðar að úr Evrópu í eigin útsetningum og á efnisskránni kennir ýmissa grasa, allt frá melankólískum ballöðum til líflegrar danstónlistar. „Við búum öll í sömu borg – ég kynntist David þar sem hann var að vinna á veitingahúsi sem ég fór stundum á og hann þekkti Mayumi, þau voru saman í hljómsveit á einhverjum tímapunkti. Hann hugsaði með sér að við tvær yrðum að hittast, hann sá það einhvern veginn fyrir sér. Þannig að hann stemmdi okkur saman og það small allt saman á fyrstu æfingu – alveg þannig að við ákváðum að fara í tónleikaferðalag áður en við tókum upp hljóðfærin í fyrsta sinn, við fundum alveg að þetta var eitthvað sérstakt.“ Eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn sem tríóið kemur til landsins og þau nýta ferðina vel – þau stefna á hringferð og að taka tónleika nánast í hverju plássi. „Við erum að fara hringinn – við komum í Norrænu og fórum suður fyrir. Eftir Reykjavík stefnum við norður, á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði meðal annars, við spilum líka á Ísafirði og Snæfellsnesi. Við endum ferðina í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Í millitíðinni spilum við svo á Akureyri og Dalvík og fleiri stöðum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta í Hannesarholti. Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana er hægt að styrkja verkefnið í gegnum heimasíðu Tourlou, tourloumusic.com, en þar er einnig hægt að hlusta á tónlist tríósins. Tónlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Tríóið Tourlou frá Hollandi er nú á tónleikaferðalagi um landið í fyrsta sinn. Þau spila í Hannesarholti í kvöld en það eru styrktartónleikar fyrir verkefni þeirra sem snýst um að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem hefur ekki tök á að sækja tónleika. „Við erum tríó sem er búsett í Hollandi. Ég er eini Íslendingurinn í bandinu – en með mér er strákur frá Spáni og stelpa frá Hollandi. Við erum á tónleikaferðalagi um Ísland og samhliða tónleikaferðalaginu erum við með verkefni sem gengur út á það að spila á stöðum þar sem fólk hefur minni aðgang að lifandi tónlist. Í gær spiluðum við í Kvennaathvarfinu og í dag í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Við erum svo að fara að spila á dvalarheimilinu í Stykkishólmi og á Seyðisfirði. Þarna bjóðum við upp á ókeypis tónleika. Til að fjármagna þetta verkefni erum við með hópsöfnun í gangi og þessir tónleikar í Hannesarholti eru styrktartónleikar fyrir verkefnið – allur ágóðinn fer í það,“ segir Anna Vala Ólafsdóttir, sellóleikari og söngkona tríósins Tourlou sem nú ferðast um Ísland í fyrsta sinn. Tourlou er skipað auk Önnu, þeim David Alameda Márquez og Mayumi Malotaux. Tourlou spila í Hannesarholti í kvöld og eins og Anna sagði verða það styrktartónleikar fyrir verkefni sveitarinnar Live Music Beyond Borders sem gengur út á að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur annars ekki tök á að sækja tónleika – hvort sem er af fjárhagslegum, heilsufarslegum eða öðrum ástæðum. Tríóið spilar þjóðlagatónlist alls staðar að úr Evrópu í eigin útsetningum og á efnisskránni kennir ýmissa grasa, allt frá melankólískum ballöðum til líflegrar danstónlistar. „Við búum öll í sömu borg – ég kynntist David þar sem hann var að vinna á veitingahúsi sem ég fór stundum á og hann þekkti Mayumi, þau voru saman í hljómsveit á einhverjum tímapunkti. Hann hugsaði með sér að við tvær yrðum að hittast, hann sá það einhvern veginn fyrir sér. Þannig að hann stemmdi okkur saman og það small allt saman á fyrstu æfingu – alveg þannig að við ákváðum að fara í tónleikaferðalag áður en við tókum upp hljóðfærin í fyrsta sinn, við fundum alveg að þetta var eitthvað sérstakt.“ Eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn sem tríóið kemur til landsins og þau nýta ferðina vel – þau stefna á hringferð og að taka tónleika nánast í hverju plássi. „Við erum að fara hringinn – við komum í Norrænu og fórum suður fyrir. Eftir Reykjavík stefnum við norður, á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði meðal annars, við spilum líka á Ísafirði og Snæfellsnesi. Við endum ferðina í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Í millitíðinni spilum við svo á Akureyri og Dalvík og fleiri stöðum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta í Hannesarholti. Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana er hægt að styrkja verkefnið í gegnum heimasíðu Tourlou, tourloumusic.com, en þar er einnig hægt að hlusta á tónlist tríósins.
Tónlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira