Birgir tók gullið í Mosfellsbæ eftir stórkostlegt golf Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júní 2018 18:55 Birgir Björn annar frá vinstri. vísir/golf Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan. Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla. Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1) Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan. Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla. Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)
Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira