Guðbjörg: Vona að við verðum í formi lífsins í september Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:45 Guðbjörg ánægð í leikslok. vísir/andri marinó Guðbjörg Gunnarsdóttir bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar Ísland sigraði Slóveníu 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2019. Sigurinn setti Ísland á topp riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. „Mér leið ágætlega. Ég reyni að spila sem leiðtogi hvort sem ég er með bandið eða ekki. Það var kannski pínu ströggl á okkur í fyrri hálfleik en við klárum þetta í seinni hálfleik,“ sagði Guðbjörg en Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk Íslands í seinni hálfleiknum. „Mér finnst slóvenska liðið vera búið að bæta sig töluvert ár frá ári og eru allt of betri. Við spiluðum ekki okkar besta leik en það dugði til í dag.“ Slóvenska liðið sótti ekki oft að marki Íslands í leiknum en þegar þær gerðu það þá komu oftast upp mjög fín færi og það kom nokkrum sinnum fyrir að stúkan tók andköf af létti. „Sérstaklega í seinni hálfleik. Þá fengu þær tvö eða þrjú færi sem hefðu vel getað orðið mörk. Svo gerði ég ein mistök hérna en það var rangstaða svo það skipti ekki máli.“ „Við vorum búnar að segja í viðtölum fyrir leikinn að þetta lið getur auðveldlega skorað mörk og ég er mjög ánægð að hafa haldið hreinu á móti þeim í dag.“ Ísland er stigi á undan Þjóðverjum á toppi riðilsins en liðin mætast í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli 1. september næst komandi. „Þetta er búið að vera markmiðið allan tímann að búa til úrslitaleiki í haust. Nú er það bara okkar að fara og æfa, við höfum þrjá mánuði eða hvað það er til þess að stilla okkur saman.“ „Draumurinn er ótrúlega nálægt. Ég vona virkilega að við verðum í formi lífsins í september, þá er allt hægt,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar Ísland sigraði Slóveníu 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2019. Sigurinn setti Ísland á topp riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. „Mér leið ágætlega. Ég reyni að spila sem leiðtogi hvort sem ég er með bandið eða ekki. Það var kannski pínu ströggl á okkur í fyrri hálfleik en við klárum þetta í seinni hálfleik,“ sagði Guðbjörg en Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk Íslands í seinni hálfleiknum. „Mér finnst slóvenska liðið vera búið að bæta sig töluvert ár frá ári og eru allt of betri. Við spiluðum ekki okkar besta leik en það dugði til í dag.“ Slóvenska liðið sótti ekki oft að marki Íslands í leiknum en þegar þær gerðu það þá komu oftast upp mjög fín færi og það kom nokkrum sinnum fyrir að stúkan tók andköf af létti. „Sérstaklega í seinni hálfleik. Þá fengu þær tvö eða þrjú færi sem hefðu vel getað orðið mörk. Svo gerði ég ein mistök hérna en það var rangstaða svo það skipti ekki máli.“ „Við vorum búnar að segja í viðtölum fyrir leikinn að þetta lið getur auðveldlega skorað mörk og ég er mjög ánægð að hafa haldið hreinu á móti þeim í dag.“ Ísland er stigi á undan Þjóðverjum á toppi riðilsins en liðin mætast í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli 1. september næst komandi. „Þetta er búið að vera markmiðið allan tímann að búa til úrslitaleiki í haust. Nú er það bara okkar að fara og æfa, við höfum þrjá mánuði eða hvað það er til þess að stilla okkur saman.“ „Draumurinn er ótrúlega nálægt. Ég vona virkilega að við verðum í formi lífsins í september, þá er allt hægt,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira