Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta unnu afar mikilvægan 2-0 sigur á Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikur liðanna fór fram á Laugardalsvelli í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik skoraði miðvörðurinn, Glódís Perla Viggósdóttir, bæði mörk Íslands. Eftir brösugan fyrri hálfleik náðu stelpurnar sér á strik í síðari hálfleik og náðu inn tveimur mörkum.
Sjá einnig:„Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“
Með sigrinum er Ísland komið í efsta sæti riðilsins á nýjan leik. Þann fyrsta september spilar liðið svo hreinan úrslitaleik við Þýskaland en með sigri í þeim leik á Laugardalsvelli er Ísland komið á HM 2019 í Frakklandi.
Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti í Laugardalnum í kvöld. Myndasyrpu hans má sjá hér að neðan.
Myndasyrpa frá mikilvægum sigri stelpnanna okkar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti