Viðskipti innlent

Hagnaður dróst saman um 32%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair Hotels frá árinu 2005.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair Hotels frá árinu 2005. VÍSIR/GVA
Hagnaður Flugleiðahótela eftir skatta dróst saman um 32 prósent á síðasta ári.

Hagnaður samstæðunnar, sem heldur utan um Icelandair hótel, Hótel Eddu, Hilton Reykjavík Nordica og Canopy hótel, nam á árinu 2016 rúmlega 361 milljón en í fyrra nam hagnaðurinn tæplega 247 milljónum.

EBITDA hagnaður fór úr 1.039 milljónum í 895 milljónir. Icelandair, sem á Flugleiðahótel, hefur sett félagið í söluferli.




Tengdar fréttir

Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela

Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum

Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið

Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×