Sumarbúðir biðjast afsökunar á „þekkingarskorti starfsmanna“ í myndavali Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 13:02 Nicole Leigh Mosty er ein þeirra sem hefur gagnrýnt myndbirtinguna. Skjáskot - Vísir/Eyþór Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!” Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!”
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira