Glæsileg byrjun hjá Ólafíu Þórunni Ísak Jasonarson skrifar 14. júní 2018 21:00 Ólafía og kylfusveinn hennar Ragnar Már Garðarsson á æfingahring á Opna bandaríska risamótinu á dögunum. vísir/friðrik Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Mejer Classic mótinu á þremur höggum undir pari og er nálægt toppbaráttunni. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og hafði hægt um sig til að byrja með. Eftir sex holur var hún á höggi yfir pari en þá tók við frábær kafli þar sem hún lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari. Ólafía var svo á höggi undir pari áður en hún fékk frábæran örn á næst síðustu holu dagsins og endaði hringinn á þremur höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 21. sæti, einungis fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Hún hefur verið nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í síðustu mótum en á morgun komast um 70 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við spilamennsku hennar í dag verður að teljast líklegt að hún komist áfram. Kelly Shon og So Yeon Ryu fóru best af stað í mótinu en þær eru jafnar í forystu á 8 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Mejer Classic mótinu á þremur höggum undir pari og er nálægt toppbaráttunni. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og hafði hægt um sig til að byrja með. Eftir sex holur var hún á höggi yfir pari en þá tók við frábær kafli þar sem hún lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari. Ólafía var svo á höggi undir pari áður en hún fékk frábæran örn á næst síðustu holu dagsins og endaði hringinn á þremur höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 21. sæti, einungis fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Hún hefur verið nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í síðustu mótum en á morgun komast um 70 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við spilamennsku hennar í dag verður að teljast líklegt að hún komist áfram. Kelly Shon og So Yeon Ryu fóru best af stað í mótinu en þær eru jafnar í forystu á 8 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira