Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 16:08 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á góðri stundu. vísir/ernir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. Forseti mun jafnframt sækja hátíðarguðsþjónustu í Hrafnseyrarkirkju, vera viðstaddur frumflutning á tónverkinu Blakta eftir Halldór Smárason tónskáld sem kvartettinn Siggi frumflytur og leggja blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Þá mun forseti ásamt öðrum gestum fylgjast með leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu sem varpað verður á tjald. Eftir landsleikinn mun forseti flytja ávarp við upphaf Háskólahátíðar á Hrafnseyri kl. 15:00 þar sem meistaranemendur í Haf- og strandsvæðastjórnun verða útskrifaðir. Námið er samvinnuverkefni milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri. Forseti mun sigla til Hrafnseyrar frá Reykjavík með varðskipinu Þór og verður lagt af stað síðdegis föstudaginn 15. júní. Heimför er ráðgerð að kvöldi 16. júní. Þann 16. júní verður Eliza Reid forsetafrú í Moskvu og verður viðstödd landsleik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Greint var frá því fyrr í vetur að hvorki forseti Íslands né aðrir ráðamenn Íslands yrðu viðstaddir mótið vegna pólitískra ástæðan. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans. Guðni tók fram í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi.Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. Forseti mun jafnframt sækja hátíðarguðsþjónustu í Hrafnseyrarkirkju, vera viðstaddur frumflutning á tónverkinu Blakta eftir Halldór Smárason tónskáld sem kvartettinn Siggi frumflytur og leggja blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Þá mun forseti ásamt öðrum gestum fylgjast með leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu sem varpað verður á tjald. Eftir landsleikinn mun forseti flytja ávarp við upphaf Háskólahátíðar á Hrafnseyri kl. 15:00 þar sem meistaranemendur í Haf- og strandsvæðastjórnun verða útskrifaðir. Námið er samvinnuverkefni milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri. Forseti mun sigla til Hrafnseyrar frá Reykjavík með varðskipinu Þór og verður lagt af stað síðdegis föstudaginn 15. júní. Heimför er ráðgerð að kvöldi 16. júní. Þann 16. júní verður Eliza Reid forsetafrú í Moskvu og verður viðstödd landsleik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Greint var frá því fyrr í vetur að hvorki forseti Íslands né aðrir ráðamenn Íslands yrðu viðstaddir mótið vegna pólitískra ástæðan. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans. Guðni tók fram í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi.Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu.
HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira