„Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2018 16:45 Murray velti fyrir sér fatavali kvöldsins þar sem hann kynnti sér aðstæður í Eldborg í kvöld en hvort hann verði með Íslandshúfuna er óljóst. vísir/egill Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30