„Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2018 16:45 Murray velti fyrir sér fatavali kvöldsins þar sem hann kynnti sér aðstæður í Eldborg í kvöld en hvort hann verði með Íslandshúfuna er óljóst. vísir/egill Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30