Stórstjörnur í ruglinu á fyrsta hring í New York Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. júní 2018 09:00 Tigerinn fer illa af stað á opna bandaríska meistaramótinu vísir/getty Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst á Shinnecock Hills vellinum í New York í gær. Óhætt er að segja að nokkrar af helstu stjörnum íþróttarinnar byrji mótið vægast sagt illa. Erfiðar aðstæður spiluðu væntanlega inn í en ótrúlegar tölur sáust á fyrsta degi. Rory Mcllroy er á tíu höggum yfir pari eftir fyrsta hring og Jason Day átti ekki mikið betri dag; fór fyrsta hring á níu höggum yfir pari. Þeir Tiger Woods, Adam Scott og Jordan Spieth fóru hringinn allir á átta höggum yfir pari og Phil Mickelson er á sjö höggum yfir pari. Dustin Johnson er í forystu ásamt nokkrum öðrum eftir fyrsta hring en Dustin, Scott Piercy, Ian Poulter og Russell Henry eru jafnir í efsta sæti eftir að hafa farið fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Dustin er sá eini úr þessum hópi sem hefur unnið risamót því hann vann einmitt opna bandaríska árið 2016. Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 15:30.The competitors made the most of the difficult playing conditions Thursday at Shinnecock Hills. Check out the top 9️⃣ shots from Round 1. #USOpen pic.twitter.com/jPS0KnluAa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2018 Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst á Shinnecock Hills vellinum í New York í gær. Óhætt er að segja að nokkrar af helstu stjörnum íþróttarinnar byrji mótið vægast sagt illa. Erfiðar aðstæður spiluðu væntanlega inn í en ótrúlegar tölur sáust á fyrsta degi. Rory Mcllroy er á tíu höggum yfir pari eftir fyrsta hring og Jason Day átti ekki mikið betri dag; fór fyrsta hring á níu höggum yfir pari. Þeir Tiger Woods, Adam Scott og Jordan Spieth fóru hringinn allir á átta höggum yfir pari og Phil Mickelson er á sjö höggum yfir pari. Dustin Johnson er í forystu ásamt nokkrum öðrum eftir fyrsta hring en Dustin, Scott Piercy, Ian Poulter og Russell Henry eru jafnir í efsta sæti eftir að hafa farið fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Dustin er sá eini úr þessum hópi sem hefur unnið risamót því hann vann einmitt opna bandaríska árið 2016. Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 15:30.The competitors made the most of the difficult playing conditions Thursday at Shinnecock Hills. Check out the top 9️⃣ shots from Round 1. #USOpen pic.twitter.com/jPS0KnluAa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2018
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira