Lífið

Oprah skrifar undir hjá Apple

Bergþór Másson skrifar
Sjónvarpskonan margslungna, Oprah Winfrey.
Sjónvarpskonan margslungna, Oprah Winfrey. Vísir/Getty
Sjónvarpsmógúllinn Oprah Winfrey hefur skrifað undir framleiðslusamning við stórfyrirtækið Apple. Oprah og Apple munu framleiða efni í sameiningu í takt við nýja stefnu Apple í áttina að aukinni sjónvarpsþáttaframleiðslu.

Samningur Oprah og Apple er einn af mörgum sem tæknirisinn hefur gert við stór nöfn innan skemmtanabransans. Upp á síðkastið hefur Apple hafið framleiðslu á mörgum nýjum sjónvarpsþáttum og hlaðvarpsþáttum.

Ekki er komið nákvæmlega í ljós hvers konar efni sjónvarpsgoðsögnin mun framleiða fyrir Apple, en miðað við reynslu hennar og fjármagn Apple, ætti það ekki að valda almenningi vonbrigðum.


Tengdar fréttir

Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð

Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar.

Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu

Ræða Opruh Winfrey á Golden Globes hlaut góðar undirtektir. Frægðarmenni skora á hana að fara í forsetaframboð. Winfrey sjálf ýjað að áhuga sem og lýst því yfir að hún ætli ekki í framboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×