Menning

Frumsýning fótboltamyndar sem fjallar um þjóðarsálina

Bergþór Másson skrifar
Veggspjald fyrir heimildarmyndina.
Veggspjald fyrir heimildarmyndina. Síðasta Áminningin
Heimildarmyndin „Síðasta Áminningin“ verður frumsýnd á RÚV í kvöld klukkan 21:30. Myndinni er lýst sem „heimildarmynd þar sem sjálfsmynd og hugarfar Íslendinga er skoðað út frá sögu íslenska karlalandliðsins í fótbolta.“

Myndin er eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, best þekktur sem leikstjóri kvikmyndarinnar „Undir Trénu,“ og Guðmund Björn Þorbjörnsson, best þekktur fyrir hlaðvarpsþættina „Markmannshanskarnir hans Albert Camus.“

Þrír leikmenn landliðsins leika aðalhlutverk í myndinni, þeir Theodór Elmar Bjarnason, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson. Einnig koma fleiri þjóðþekktir einstaklingar fram í myndinni.

„Þetta er tilhneiging í Íslendingum, við erum alltaf að bera okkur saman, það er einhver minnimáttarkennd sem er þarna undirliggjandi, við erum ekkert verri og við höfum það alveg jafn gott og ef ekki betra heldur en fólkið í öðrum löndum,“ segir Hafsteinn Gunnar í útvarpsþættinum Harmageddon.


Tengdar fréttir

Sjáðu stiklu úr Síðustu áminningunni

Ný, íslensk heimildarmynd eftir þá Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×