H&M x Love Stories undirfatalína væntanleg í ágúst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2018 11:30 Línan verður fáanleg í verslunum hér á landi. Mynd/H&M H&M var að kynna sitt fyrsta samstarf við undirfatahönnuð en það er undirfatamerkið Love Stories sem hlýtur þann heiður. Merkið er frá Amsterdam og var stofnað árið 2013 af Marloes Hoedeman. Love Stories er þekkt fyrir litrík munstur, blöndu af ólíkum stílum og þægilega hönnun. H&M x Love Stories línan mun samanstanda af klassískum Love Stores-flíkum sem hannaðar eru í samstarfi við hönnunarteymi H&M. Línan fer í sölu um miðjan ágúst um allan heim, þar á meðal í verslunum H&M á Íslandi. H&M x Love Stories er lína sem samanstendur af fallegum og þægilegum brjóstahöldurum, þvengum og nærbuxum, ásamt náttfötum, augnmaska, sokkum og sérstökum geymslupoka úr blúndu, satín og pólíamíð samkvæmt upplýsingum frá H&M.Undirföt fela í sér tjáningu og stíl „Undirfatnaður hefur alltaf verið mikilvægur hluti af tískunni. Með þessu samstarfi viljum við sýna að þrátt fyrir að undirföt sjáist ekki alla jafna, fela þau í sér jafn mikla tjáningu og stíl og þau klæði sem maður ber utan á sér. Því fannst okkur Love Stories passa fullkomlega við okkur. Við höfum lengi dáðst að Marloes fyrir drifkraftinn og auðvitað hönnun hennar. Það gleður okkur því mikið að fá að taka þátt í þessu samstarfsverkefni“ segir Pernilla Wohlfart, yfirhönnuður H&M um línuna. Hönnunin er samstarfsverkefni á milli Love Stories og hönnunarteymis H&M og bera allar flíkurnar klassísk Love Stories munstur og litasamsetningar sem Hoedeman kallar gjarnan „fullkomið ósamræmi“. Hlébarðamunstur, stjörnur og blómahaf er blandað saman við blúndur, rendur og pífur. Litapalletta línunnar er rykbleikur, svartur og olívugrænn. Öll flíkum línunnar má blanda saman og veita þannig notandanum færi til að setja saman sinn eigin persónulega stíl.Mynd/H&M„Samstarfið á milli Love Stories og H&M er eins og ástarsamband. Frá fyrsta degi einkenndist samstarfið af gagnkvæmni virðingu og það var góð orka í teyminu – það var augljóst að við pössuðum ótrúlega vel saman. Línan er þróuð út frá hinum klassísku Love Stories-undirfötum, brjóstahaldarar og nærbuxur, þar sem mismunandi munstrum og litum er blandað saman svo úr verður skemmtileg blanda af ólíkum stílum“ segir Marloes Hoedeman, stofnandi Love Stories. Tíska og hönnun Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
H&M var að kynna sitt fyrsta samstarf við undirfatahönnuð en það er undirfatamerkið Love Stories sem hlýtur þann heiður. Merkið er frá Amsterdam og var stofnað árið 2013 af Marloes Hoedeman. Love Stories er þekkt fyrir litrík munstur, blöndu af ólíkum stílum og þægilega hönnun. H&M x Love Stories línan mun samanstanda af klassískum Love Stores-flíkum sem hannaðar eru í samstarfi við hönnunarteymi H&M. Línan fer í sölu um miðjan ágúst um allan heim, þar á meðal í verslunum H&M á Íslandi. H&M x Love Stories er lína sem samanstendur af fallegum og þægilegum brjóstahöldurum, þvengum og nærbuxum, ásamt náttfötum, augnmaska, sokkum og sérstökum geymslupoka úr blúndu, satín og pólíamíð samkvæmt upplýsingum frá H&M.Undirföt fela í sér tjáningu og stíl „Undirfatnaður hefur alltaf verið mikilvægur hluti af tískunni. Með þessu samstarfi viljum við sýna að þrátt fyrir að undirföt sjáist ekki alla jafna, fela þau í sér jafn mikla tjáningu og stíl og þau klæði sem maður ber utan á sér. Því fannst okkur Love Stories passa fullkomlega við okkur. Við höfum lengi dáðst að Marloes fyrir drifkraftinn og auðvitað hönnun hennar. Það gleður okkur því mikið að fá að taka þátt í þessu samstarfsverkefni“ segir Pernilla Wohlfart, yfirhönnuður H&M um línuna. Hönnunin er samstarfsverkefni á milli Love Stories og hönnunarteymis H&M og bera allar flíkurnar klassísk Love Stories munstur og litasamsetningar sem Hoedeman kallar gjarnan „fullkomið ósamræmi“. Hlébarðamunstur, stjörnur og blómahaf er blandað saman við blúndur, rendur og pífur. Litapalletta línunnar er rykbleikur, svartur og olívugrænn. Öll flíkum línunnar má blanda saman og veita þannig notandanum færi til að setja saman sinn eigin persónulega stíl.Mynd/H&M„Samstarfið á milli Love Stories og H&M er eins og ástarsamband. Frá fyrsta degi einkenndist samstarfið af gagnkvæmni virðingu og það var góð orka í teyminu – það var augljóst að við pössuðum ótrúlega vel saman. Línan er þróuð út frá hinum klassísku Love Stories-undirfötum, brjóstahaldarar og nærbuxur, þar sem mismunandi munstrum og litum er blandað saman svo úr verður skemmtileg blanda af ólíkum stílum“ segir Marloes Hoedeman, stofnandi Love Stories.
Tíska og hönnun Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira