Kostnaður við útboð og skráningu Arion banka á þriðja milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Hlutafjárútboð Arion hófst í gær. Vísir/eyþór Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. Hlutafjárútboðið hófst í gær en gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með bréf í bankanum í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði 15. júní. Gengi bréfanna, sem Kaupþing og Attestor bjóða til sölu í útboðinu, er á bilinu 0,6 til 0,7 miðað við eigið fé bankans. Að lágmarki verður 22,63 prósenta hlutur seldur en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í 36,2 prósenta hlut. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran eignarhlut en Attestor, sem á 12,4 prósent, mun selja allt að tveggja prósenta hlut. Kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar er áætlaður um einn milljarður króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni sem birt var í gær. Þá er gert ráð fyrir því að samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður, þar á meðal við lögbundna skýrslugerð og skráningu, og upphæðir sem seljendurnir, Kaupþing og Attestor, greiða vegna útboðsins verði á annan milljarð króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af ýmsum þáttum. Að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu, það er á genginu 0,65 miðað við eigið fé, hluturinn sem verður seldi verði mitt á milli 22,63 og 36,2 prósent og að umframsöluréttur verði ekki nýttur, þá er áætlaður kostnaður um það bil 1.474 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00 Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. Hlutafjárútboðið hófst í gær en gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með bréf í bankanum í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði 15. júní. Gengi bréfanna, sem Kaupþing og Attestor bjóða til sölu í útboðinu, er á bilinu 0,6 til 0,7 miðað við eigið fé bankans. Að lágmarki verður 22,63 prósenta hlutur seldur en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í 36,2 prósenta hlut. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran eignarhlut en Attestor, sem á 12,4 prósent, mun selja allt að tveggja prósenta hlut. Kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar er áætlaður um einn milljarður króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni sem birt var í gær. Þá er gert ráð fyrir því að samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður, þar á meðal við lögbundna skýrslugerð og skráningu, og upphæðir sem seljendurnir, Kaupþing og Attestor, greiða vegna útboðsins verði á annan milljarð króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af ýmsum þáttum. Að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu, það er á genginu 0,65 miðað við eigið fé, hluturinn sem verður seldi verði mitt á milli 22,63 og 36,2 prósent og að umframsöluréttur verði ekki nýttur, þá er áætlaður kostnaður um það bil 1.474 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00 Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00
Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00
Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent