Ráðherra telur nýjan samning við Microsoft geta sparað milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn gert heildstæðan samning við Microsoft, en áður hafa stofnanir og ráðuneyti gert sjálfstæða samninga. Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, undirrituðu samninginn í gær fyrir hönd ríkisins og Microsoft. Með honum sparast 200 milljónir króna árlega en hann felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbúnaðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu. „Við teljum að við höfum náð verulega hagstæðum samningum við Microsoft, en þeir tryggja okkur meiri afslátt en býðst í mörgum nágrannaríkjum okkar. Samningurinn er liður í stærra átaki ríkisins sem felst í að auka og bæta opinbera þjónustu. Árlega sparast um 200 milljónir króna í krafti samningsins, sem til framtíðar þýðir hagræðingu sem nemur milljörðum króna. Það fjármagn verður hægt að nýta til uppbyggingar stafrænnar þjónustu og með því eykst skilvirkni í starfsemi stofnana ríkisins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi fjölmiðlum. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir Microsoft sem markar viss tímamót þar sem þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem Microsoft gerir við heilt ríki,“ segir Heimir Fannar. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er í tveimur hlutum. Annars vegar er samningur fyrir almennar stofnanir og hins vegar er samningur fyrir menntastofnanir. Samningum fækkar því við þetta úr rúmlega hundrað í tvo. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn gert heildstæðan samning við Microsoft, en áður hafa stofnanir og ráðuneyti gert sjálfstæða samninga. Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, undirrituðu samninginn í gær fyrir hönd ríkisins og Microsoft. Með honum sparast 200 milljónir króna árlega en hann felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbúnaðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu. „Við teljum að við höfum náð verulega hagstæðum samningum við Microsoft, en þeir tryggja okkur meiri afslátt en býðst í mörgum nágrannaríkjum okkar. Samningurinn er liður í stærra átaki ríkisins sem felst í að auka og bæta opinbera þjónustu. Árlega sparast um 200 milljónir króna í krafti samningsins, sem til framtíðar þýðir hagræðingu sem nemur milljörðum króna. Það fjármagn verður hægt að nýta til uppbyggingar stafrænnar þjónustu og með því eykst skilvirkni í starfsemi stofnana ríkisins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi fjölmiðlum. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir Microsoft sem markar viss tímamót þar sem þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem Microsoft gerir við heilt ríki,“ segir Heimir Fannar. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er í tveimur hlutum. Annars vegar er samningur fyrir almennar stofnanir og hins vegar er samningur fyrir menntastofnanir. Samningum fækkar því við þetta úr rúmlega hundrað í tvo.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira