YouTube sætir harðari reglum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 08:45 Elfa Ýr Gylfadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira