YouTube sætir harðari reglum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 08:45 Elfa Ýr Gylfadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira