Ekki þarf alltaf að vísa í veskið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 09:00 Sex risaeðlur ætla að heilsa upp á almenning í miðbænum um helgina. Þær eru komnar til þess að skoða mannlífið og Ísland. Þær eru hins vegar grænmetisætur svo engan mun saka. Ekki þarf alltaf að taka upp veskið til að fá að skoða og upplifa list. Listahátíð í Reykjavík samanstendur af 80 viðburðum og drjúgur hluti að kostnaðarlausu. Af nógu er að taka, allt frá sex stórum risaeðlum sem ráfa um götur miðbæjarins yfir í tónlistarverk sem samansett er út frá GPS-hnitum og allt þar á milli. „Í listrænni sýn hátíðarinnar kemur fram að listir séu ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra og ég vona að dagskráin í ár beri því vitni. Ég vil ekki að fólk þurfi að taka upp veskið í hvert skipti sem það nýtur lista, þó það sé bæði nauðsynlegt og skiljanlegt inn á milli,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Listahátíð er rekin að stærstum hluta fyrir almannafé. Ég lít á það sem skyldu hátíðarinnar að mæta sem fjölbreyttustum hópi og til þess þarf að beita alls konar leiðum bæði í verkefnavali, framsetningu og kynningu.“Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík.Vigdís segir að hugsunin með hátíðinni í ár hafi einnig verið sú að fólk ætti ekki að þurfa í hvert sinn að setja sig í sérstakar stellingar eða fara inn ákveðnar byggingar til að fá listræna upplifun. „Hátíðin ber merki þessa. Hún er dreifð um borgina og reyndar upp um fjöll og firnindi líka! Fólk getur átt von á að mæta hátíðinni á óvæntum stöðum og tímum. Þannig stefnumót geta hreyft við okkur á allt annan hátt og verið dýrmæt upplifun,“ segir Vigdís. „Samtalið sem við getum átt í gegnum listina er svo dýrmætt og það þurfa fleiri að hafa tækifæri til að koma að því borði. Ein af hindrununum hvað það varðar er efnahagur. Fyrir Listahátíð, sem er að stóru leyti styrkt fyrir almannafé, er mögulegt að rjúfa að minnsta kosti þann vegg að hluta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Ekki þarf alltaf að taka upp veskið til að fá að skoða og upplifa list. Listahátíð í Reykjavík samanstendur af 80 viðburðum og drjúgur hluti að kostnaðarlausu. Af nógu er að taka, allt frá sex stórum risaeðlum sem ráfa um götur miðbæjarins yfir í tónlistarverk sem samansett er út frá GPS-hnitum og allt þar á milli. „Í listrænni sýn hátíðarinnar kemur fram að listir séu ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra og ég vona að dagskráin í ár beri því vitni. Ég vil ekki að fólk þurfi að taka upp veskið í hvert skipti sem það nýtur lista, þó það sé bæði nauðsynlegt og skiljanlegt inn á milli,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Listahátíð er rekin að stærstum hluta fyrir almannafé. Ég lít á það sem skyldu hátíðarinnar að mæta sem fjölbreyttustum hópi og til þess þarf að beita alls konar leiðum bæði í verkefnavali, framsetningu og kynningu.“Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík.Vigdís segir að hugsunin með hátíðinni í ár hafi einnig verið sú að fólk ætti ekki að þurfa í hvert sinn að setja sig í sérstakar stellingar eða fara inn ákveðnar byggingar til að fá listræna upplifun. „Hátíðin ber merki þessa. Hún er dreifð um borgina og reyndar upp um fjöll og firnindi líka! Fólk getur átt von á að mæta hátíðinni á óvæntum stöðum og tímum. Þannig stefnumót geta hreyft við okkur á allt annan hátt og verið dýrmæt upplifun,“ segir Vigdís. „Samtalið sem við getum átt í gegnum listina er svo dýrmætt og það þurfa fleiri að hafa tækifæri til að koma að því borði. Ein af hindrununum hvað það varðar er efnahagur. Fyrir Listahátíð, sem er að stóru leyti styrkt fyrir almannafé, er mögulegt að rjúfa að minnsta kosti þann vegg að hluta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira