Ekki þarf alltaf að vísa í veskið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 09:00 Sex risaeðlur ætla að heilsa upp á almenning í miðbænum um helgina. Þær eru komnar til þess að skoða mannlífið og Ísland. Þær eru hins vegar grænmetisætur svo engan mun saka. Ekki þarf alltaf að taka upp veskið til að fá að skoða og upplifa list. Listahátíð í Reykjavík samanstendur af 80 viðburðum og drjúgur hluti að kostnaðarlausu. Af nógu er að taka, allt frá sex stórum risaeðlum sem ráfa um götur miðbæjarins yfir í tónlistarverk sem samansett er út frá GPS-hnitum og allt þar á milli. „Í listrænni sýn hátíðarinnar kemur fram að listir séu ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra og ég vona að dagskráin í ár beri því vitni. Ég vil ekki að fólk þurfi að taka upp veskið í hvert skipti sem það nýtur lista, þó það sé bæði nauðsynlegt og skiljanlegt inn á milli,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Listahátíð er rekin að stærstum hluta fyrir almannafé. Ég lít á það sem skyldu hátíðarinnar að mæta sem fjölbreyttustum hópi og til þess þarf að beita alls konar leiðum bæði í verkefnavali, framsetningu og kynningu.“Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík.Vigdís segir að hugsunin með hátíðinni í ár hafi einnig verið sú að fólk ætti ekki að þurfa í hvert sinn að setja sig í sérstakar stellingar eða fara inn ákveðnar byggingar til að fá listræna upplifun. „Hátíðin ber merki þessa. Hún er dreifð um borgina og reyndar upp um fjöll og firnindi líka! Fólk getur átt von á að mæta hátíðinni á óvæntum stöðum og tímum. Þannig stefnumót geta hreyft við okkur á allt annan hátt og verið dýrmæt upplifun,“ segir Vigdís. „Samtalið sem við getum átt í gegnum listina er svo dýrmætt og það þurfa fleiri að hafa tækifæri til að koma að því borði. Ein af hindrununum hvað það varðar er efnahagur. Fyrir Listahátíð, sem er að stóru leyti styrkt fyrir almannafé, er mögulegt að rjúfa að minnsta kosti þann vegg að hluta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Ekki þarf alltaf að taka upp veskið til að fá að skoða og upplifa list. Listahátíð í Reykjavík samanstendur af 80 viðburðum og drjúgur hluti að kostnaðarlausu. Af nógu er að taka, allt frá sex stórum risaeðlum sem ráfa um götur miðbæjarins yfir í tónlistarverk sem samansett er út frá GPS-hnitum og allt þar á milli. „Í listrænni sýn hátíðarinnar kemur fram að listir séu ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra og ég vona að dagskráin í ár beri því vitni. Ég vil ekki að fólk þurfi að taka upp veskið í hvert skipti sem það nýtur lista, þó það sé bæði nauðsynlegt og skiljanlegt inn á milli,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Listahátíð er rekin að stærstum hluta fyrir almannafé. Ég lít á það sem skyldu hátíðarinnar að mæta sem fjölbreyttustum hópi og til þess þarf að beita alls konar leiðum bæði í verkefnavali, framsetningu og kynningu.“Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík.Vigdís segir að hugsunin með hátíðinni í ár hafi einnig verið sú að fólk ætti ekki að þurfa í hvert sinn að setja sig í sérstakar stellingar eða fara inn ákveðnar byggingar til að fá listræna upplifun. „Hátíðin ber merki þessa. Hún er dreifð um borgina og reyndar upp um fjöll og firnindi líka! Fólk getur átt von á að mæta hátíðinni á óvæntum stöðum og tímum. Þannig stefnumót geta hreyft við okkur á allt annan hátt og verið dýrmæt upplifun,“ segir Vigdís. „Samtalið sem við getum átt í gegnum listina er svo dýrmætt og það þurfa fleiri að hafa tækifæri til að koma að því borði. Ein af hindrununum hvað það varðar er efnahagur. Fyrir Listahátíð, sem er að stóru leyti styrkt fyrir almannafé, er mögulegt að rjúfa að minnsta kosti þann vegg að hluta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira