Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Hluti af fatnaðinum sem safnast er seldur í verslunum Rauða krossins. Til dæms þeirri sem er við Hlemm. vísir/eyþór Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira