Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Pawel Bartosek, borgarfulltrúi fyrir Viðreisn. vÍSIR/ANTON Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Sjá meira
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13