Drottning Vestfjarða í söluferli Benedikt Bóas skrifar 5. júní 2018 06:00 Vindmyllan í eynni er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Eins og sjá má er náttúrufegurðin stórkostleg og vindmyllan skemmir ekki útsýnið Fasteignasalan Borg „Við erum bara orðin fullorðin og erum að bregða búi. Við erum búin að búa hér í rúm 40 ár,“ segir Salvar Baldursson sem hefur sett hina sögufrægu eyju Vigur í sölu. Hann vill ekki ræða verð en vill fá tilboð í gegnum fasteignasöluna Borg. „Þetta er dálítil ákvörðun að taka, alveg eins og þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað á sínum tíma. Það þarf alltaf að taka ákvörðun í lífinu,“ segir Salvar. Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verið sé að skoða hvort hreppurinn hafi forkaupsrétt að eyjunni og þá hvort hann muni nýta sér þann rétt. Það muni allt koma í ljós.Sjá má frekari upplýsingar og myndir á fasteignavef VísisVigur er mikil náttúruparadís.Fasteignasalan BorgPétur segir að eyjan sé mikil náttúruparadís og fornfræg. „Ég segi fyrir mitt leyti að þá á Vigur sér sérstakan stað. Það eru margir staðir fallegir á Vestfjörðum en Vigur er dálítil drottning á svæðinu. Þarna eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með ríka sögu með vindmylluna og bátinn.“ Vindmyllan sem Pétur ræðir um er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Þá er einnig elsti bátur landsins, Vigur Breiður, áttæringur sem smíðaður var um 1800, og var notaður allt til ársins 2000 til að flytja sauðfé milli lands og eyjar. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Salvar segir að um 10 þúsund ferðamenn hafi komið í eyjuna á síðasta ári. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, segir að fyrirspurnir hafi þegar borist.Húsakosturinn er ekkert slor.Fasteignasalan BorgVigur Eyjan er um 45 hektarar og rækuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 m2. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Íbúðarhús er skráð 207,8 m2, er á tveimur hæðum með 10 svefn herbergjum. Fjósið var tekið í gegn fyrir fjórum árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Hlaða: Hlaðan er sambyggð fjósinu og er 107 m2 að stærð. Viktoríuhúsið er eign Þjóðminjasafnsins. Vélageymsla: Verkstæði og vélageymsla þar sem dúnhreinsun fer fram. Myllan er eign Þjóðminjasafnsins. Kælihús: Þar er 12 kw Lister-vararafstöð, kælir og frystir. Reykhús stendur við fjöruborðið og er um 14 m2 að stærð. Hjallur stendur nálægt íbúðarhúsinu og er með geymslulofti. Stærð 26,7 m2. Fjárhús fyrir 70 til 80 kindur (72 m2) og hlaða sem er um 30 m2. Æðarvarpið gefur í kringum 50 -60 kíló á ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar. Um 10 mínútur tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðriVigur Breiður, sögufrægur áttæringur.Fasteignasalan BorgÞað væsir ekki um neinn í eynni.Fasteignasalan Borg Birtist í Fréttablaðinu Súðavík Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Við erum bara orðin fullorðin og erum að bregða búi. Við erum búin að búa hér í rúm 40 ár,“ segir Salvar Baldursson sem hefur sett hina sögufrægu eyju Vigur í sölu. Hann vill ekki ræða verð en vill fá tilboð í gegnum fasteignasöluna Borg. „Þetta er dálítil ákvörðun að taka, alveg eins og þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað á sínum tíma. Það þarf alltaf að taka ákvörðun í lífinu,“ segir Salvar. Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verið sé að skoða hvort hreppurinn hafi forkaupsrétt að eyjunni og þá hvort hann muni nýta sér þann rétt. Það muni allt koma í ljós.Sjá má frekari upplýsingar og myndir á fasteignavef VísisVigur er mikil náttúruparadís.Fasteignasalan BorgPétur segir að eyjan sé mikil náttúruparadís og fornfræg. „Ég segi fyrir mitt leyti að þá á Vigur sér sérstakan stað. Það eru margir staðir fallegir á Vestfjörðum en Vigur er dálítil drottning á svæðinu. Þarna eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með ríka sögu með vindmylluna og bátinn.“ Vindmyllan sem Pétur ræðir um er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Þá er einnig elsti bátur landsins, Vigur Breiður, áttæringur sem smíðaður var um 1800, og var notaður allt til ársins 2000 til að flytja sauðfé milli lands og eyjar. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Salvar segir að um 10 þúsund ferðamenn hafi komið í eyjuna á síðasta ári. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, segir að fyrirspurnir hafi þegar borist.Húsakosturinn er ekkert slor.Fasteignasalan BorgVigur Eyjan er um 45 hektarar og rækuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 m2. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Íbúðarhús er skráð 207,8 m2, er á tveimur hæðum með 10 svefn herbergjum. Fjósið var tekið í gegn fyrir fjórum árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Hlaða: Hlaðan er sambyggð fjósinu og er 107 m2 að stærð. Viktoríuhúsið er eign Þjóðminjasafnsins. Vélageymsla: Verkstæði og vélageymsla þar sem dúnhreinsun fer fram. Myllan er eign Þjóðminjasafnsins. Kælihús: Þar er 12 kw Lister-vararafstöð, kælir og frystir. Reykhús stendur við fjöruborðið og er um 14 m2 að stærð. Hjallur stendur nálægt íbúðarhúsinu og er með geymslulofti. Stærð 26,7 m2. Fjárhús fyrir 70 til 80 kindur (72 m2) og hlaða sem er um 30 m2. Æðarvarpið gefur í kringum 50 -60 kíló á ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar. Um 10 mínútur tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðriVigur Breiður, sögufrægur áttæringur.Fasteignasalan BorgÞað væsir ekki um neinn í eynni.Fasteignasalan Borg
Birtist í Fréttablaðinu Súðavík Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira