Drottning Vestfjarða í söluferli Benedikt Bóas skrifar 5. júní 2018 06:00 Vindmyllan í eynni er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Eins og sjá má er náttúrufegurðin stórkostleg og vindmyllan skemmir ekki útsýnið Fasteignasalan Borg „Við erum bara orðin fullorðin og erum að bregða búi. Við erum búin að búa hér í rúm 40 ár,“ segir Salvar Baldursson sem hefur sett hina sögufrægu eyju Vigur í sölu. Hann vill ekki ræða verð en vill fá tilboð í gegnum fasteignasöluna Borg. „Þetta er dálítil ákvörðun að taka, alveg eins og þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað á sínum tíma. Það þarf alltaf að taka ákvörðun í lífinu,“ segir Salvar. Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verið sé að skoða hvort hreppurinn hafi forkaupsrétt að eyjunni og þá hvort hann muni nýta sér þann rétt. Það muni allt koma í ljós.Sjá má frekari upplýsingar og myndir á fasteignavef VísisVigur er mikil náttúruparadís.Fasteignasalan BorgPétur segir að eyjan sé mikil náttúruparadís og fornfræg. „Ég segi fyrir mitt leyti að þá á Vigur sér sérstakan stað. Það eru margir staðir fallegir á Vestfjörðum en Vigur er dálítil drottning á svæðinu. Þarna eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með ríka sögu með vindmylluna og bátinn.“ Vindmyllan sem Pétur ræðir um er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Þá er einnig elsti bátur landsins, Vigur Breiður, áttæringur sem smíðaður var um 1800, og var notaður allt til ársins 2000 til að flytja sauðfé milli lands og eyjar. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Salvar segir að um 10 þúsund ferðamenn hafi komið í eyjuna á síðasta ári. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, segir að fyrirspurnir hafi þegar borist.Húsakosturinn er ekkert slor.Fasteignasalan BorgVigur Eyjan er um 45 hektarar og rækuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 m2. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Íbúðarhús er skráð 207,8 m2, er á tveimur hæðum með 10 svefn herbergjum. Fjósið var tekið í gegn fyrir fjórum árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Hlaða: Hlaðan er sambyggð fjósinu og er 107 m2 að stærð. Viktoríuhúsið er eign Þjóðminjasafnsins. Vélageymsla: Verkstæði og vélageymsla þar sem dúnhreinsun fer fram. Myllan er eign Þjóðminjasafnsins. Kælihús: Þar er 12 kw Lister-vararafstöð, kælir og frystir. Reykhús stendur við fjöruborðið og er um 14 m2 að stærð. Hjallur stendur nálægt íbúðarhúsinu og er með geymslulofti. Stærð 26,7 m2. Fjárhús fyrir 70 til 80 kindur (72 m2) og hlaða sem er um 30 m2. Æðarvarpið gefur í kringum 50 -60 kíló á ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar. Um 10 mínútur tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðriVigur Breiður, sögufrægur áttæringur.Fasteignasalan BorgÞað væsir ekki um neinn í eynni.Fasteignasalan Borg Birtist í Fréttablaðinu Súðavík Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Við erum bara orðin fullorðin og erum að bregða búi. Við erum búin að búa hér í rúm 40 ár,“ segir Salvar Baldursson sem hefur sett hina sögufrægu eyju Vigur í sölu. Hann vill ekki ræða verð en vill fá tilboð í gegnum fasteignasöluna Borg. „Þetta er dálítil ákvörðun að taka, alveg eins og þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað á sínum tíma. Það þarf alltaf að taka ákvörðun í lífinu,“ segir Salvar. Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verið sé að skoða hvort hreppurinn hafi forkaupsrétt að eyjunni og þá hvort hann muni nýta sér þann rétt. Það muni allt koma í ljós.Sjá má frekari upplýsingar og myndir á fasteignavef VísisVigur er mikil náttúruparadís.Fasteignasalan BorgPétur segir að eyjan sé mikil náttúruparadís og fornfræg. „Ég segi fyrir mitt leyti að þá á Vigur sér sérstakan stað. Það eru margir staðir fallegir á Vestfjörðum en Vigur er dálítil drottning á svæðinu. Þarna eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með ríka sögu með vindmylluna og bátinn.“ Vindmyllan sem Pétur ræðir um er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Þá er einnig elsti bátur landsins, Vigur Breiður, áttæringur sem smíðaður var um 1800, og var notaður allt til ársins 2000 til að flytja sauðfé milli lands og eyjar. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Salvar segir að um 10 þúsund ferðamenn hafi komið í eyjuna á síðasta ári. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, segir að fyrirspurnir hafi þegar borist.Húsakosturinn er ekkert slor.Fasteignasalan BorgVigur Eyjan er um 45 hektarar og rækuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 m2. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Íbúðarhús er skráð 207,8 m2, er á tveimur hæðum með 10 svefn herbergjum. Fjósið var tekið í gegn fyrir fjórum árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Hlaða: Hlaðan er sambyggð fjósinu og er 107 m2 að stærð. Viktoríuhúsið er eign Þjóðminjasafnsins. Vélageymsla: Verkstæði og vélageymsla þar sem dúnhreinsun fer fram. Myllan er eign Þjóðminjasafnsins. Kælihús: Þar er 12 kw Lister-vararafstöð, kælir og frystir. Reykhús stendur við fjöruborðið og er um 14 m2 að stærð. Hjallur stendur nálægt íbúðarhúsinu og er með geymslulofti. Stærð 26,7 m2. Fjárhús fyrir 70 til 80 kindur (72 m2) og hlaða sem er um 30 m2. Æðarvarpið gefur í kringum 50 -60 kíló á ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar. Um 10 mínútur tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðriVigur Breiður, sögufrægur áttæringur.Fasteignasalan BorgÞað væsir ekki um neinn í eynni.Fasteignasalan Borg
Birtist í Fréttablaðinu Súðavík Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira