Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2018 20:30 Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Mynd/Stöð 2. Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. Þingmaður segir Vestfirðinga orðna mosavaxna eftir tuttugu ára bið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirspurnir tveggja þingmanna til samgönguráðherra á Alþingi í dag lýsa vel þeirri óþreyju sem gætir gagnvart vegarbótum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrst spurði Miðflokksmaðurinn Sigurður Páll Jónsson hvort laga mætti ástandið með því að fjölga ferðum ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð, sem ráðherra kvaðst taka til skoðunar.Framsóknarþingmaðurinn Halla Signý Kristjánsdóttir sagði vegagerð um Teigsskóg í pattstöðu. „Við erum að tala um tuttugu ára sögu vandræðagangs í máli sem hefur ekki náð eðlilegum framgangi vegna úrræðaleysis stjórnsýslunnar. Því hefur hreinlega verið unnið gegn eðlilegum samgöngubótum á Vestfjörðum,“ sagði Halla Signý. Ráðherra sagði ferlið sorgarsögu stjórnsýslunnar en tillaga Reykhólahrepps um breytt aðalskipulag með vegi um Teigsskóg hefði nú verið send Skipulagsstofnun. „Og ég veit að Skipulagsstofnun hefur farið yfir þá tillögu og býst við að sveitarstjórn auglýsi hana fljótlega, - væntanlega nú á fyrstu fundum sínum að afloknum sveitarstjórnarkosningum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Alþingi í dag: Þetta er sorgarsaga stjórnsýslunnar.Mynd/Stöð 2.Hann gaf sér að allar mögulegar kæruleiðir yrðu nýttar. „Sem þýðir það í raun og veru að við gætum farið af stað sumarið 2019. Verktíminn er áætlaður þrjú ár. Þar með gætu verklok verið kannski haustið 2022, samkvæmt þessu plani, svona miðað við alla venjulega tímafresti,“ sagði ráðherra. Halla Signý sagði nýlega skoðanakönnun sýna að tæp 90 prósent Vestfirðinga styddu vegagerð um Teigsskóg. „Og hugmyndin að þessari vegarlagningu er löngu orðin fullorðin. Og Vestfirðingar eru mosavaxnir á því að bíða eftir þessu,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. Þingmaður segir Vestfirðinga orðna mosavaxna eftir tuttugu ára bið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirspurnir tveggja þingmanna til samgönguráðherra á Alþingi í dag lýsa vel þeirri óþreyju sem gætir gagnvart vegarbótum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrst spurði Miðflokksmaðurinn Sigurður Páll Jónsson hvort laga mætti ástandið með því að fjölga ferðum ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð, sem ráðherra kvaðst taka til skoðunar.Framsóknarþingmaðurinn Halla Signý Kristjánsdóttir sagði vegagerð um Teigsskóg í pattstöðu. „Við erum að tala um tuttugu ára sögu vandræðagangs í máli sem hefur ekki náð eðlilegum framgangi vegna úrræðaleysis stjórnsýslunnar. Því hefur hreinlega verið unnið gegn eðlilegum samgöngubótum á Vestfjörðum,“ sagði Halla Signý. Ráðherra sagði ferlið sorgarsögu stjórnsýslunnar en tillaga Reykhólahrepps um breytt aðalskipulag með vegi um Teigsskóg hefði nú verið send Skipulagsstofnun. „Og ég veit að Skipulagsstofnun hefur farið yfir þá tillögu og býst við að sveitarstjórn auglýsi hana fljótlega, - væntanlega nú á fyrstu fundum sínum að afloknum sveitarstjórnarkosningum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Alþingi í dag: Þetta er sorgarsaga stjórnsýslunnar.Mynd/Stöð 2.Hann gaf sér að allar mögulegar kæruleiðir yrðu nýttar. „Sem þýðir það í raun og veru að við gætum farið af stað sumarið 2019. Verktíminn er áætlaður þrjú ár. Þar með gætu verklok verið kannski haustið 2022, samkvæmt þessu plani, svona miðað við alla venjulega tímafresti,“ sagði ráðherra. Halla Signý sagði nýlega skoðanakönnun sýna að tæp 90 prósent Vestfirðinga styddu vegagerð um Teigsskóg. „Og hugmyndin að þessari vegarlagningu er löngu orðin fullorðin. Og Vestfirðingar eru mosavaxnir á því að bíða eftir þessu,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Sjá meira
Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26
Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15