Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. júní 2018 08:00 Icelandair dempar verðsveiflur á eldsneyti með því að verja 50 prósentum af eldsneytiskaupum. Vísir/Vilhelm Hækkandi olíuverð bitnar á ferðaþjónustunni því það gæti dregið úr fjölda ferðamanna til Íslands. Þetta bætist við vandann sem fylgt hefur auknum launakostnaði á Íslandi á umliðnum árum,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „Olíuverðshækkunum er á einhverjum tímapunkti velt út í flugfargjöld. Dýrari flugmiðar leiða til þess að eftirspurn eftir flugi minnkar. Það hefur aftur þau áhrif að nýting flugvéla minnkar og dregur úr afkomu þeirra.“ Verð á þotueldsneyti hefur hækkað um 50 prósent á einu ári. Undanfarinn mánuð hefur það hækkað um 2,6 prósent. Það lækkaði hins vegar í vikunni um 1,2 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðasamtökum flugfélaga (IATA). Snorri bendir á að ferðaþjónustan hafi notið mikils meðbyrs frá árinu 2015 af sögulega lágu olíuverði sem hafi leitt til þess að fargjöld voru lág. „Það vill gleymast í umræðunni.Stór útgjaldaliður Um er að ræða næststærsta kostnaðarlið Icelandair Group á eftir launum og þróun hans hefur töluverð áhrif á reksturinn. Í fyrra var kostnaður Icelandair Group við kaup á flugvélaeldsneyti 23% af tekjum flugrekstrar og um 19% af heildarkostnaði samstæðunnar. Snorri segir að á undanförnum fimm árum hafi launakostnaður Icelandair Group hækkað meira en tekjurnar. Samt sem áður hafi tekjurnar vaxið mikið á milli ára. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að nýlegar hækkanir á eldsneytisverði hafi gert það enn mikilvægara fyrir rekstur flugfélaga að meðalfargjöld hækki, eftir hækkanir síðastliðins árs. Fram kom á fréttavefnum Túrista í gær að stjórnendur lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafi sagt að hækkandi olíuverð gæti fljótlega skilað sér út í verðlag flugmiða.Ekki farið beint í miðaverð Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group, segir að til lengri tíma sé fylgni á milli eldsneytisverðs og fargjalda í flugi. „Við höfum ekki séð hækkun eldsneytis nú fara beint út í verðlagið. Alls ekki,“ segir hann. Nokkur töf sé á að verðlagshækkunum á eldsneyti sé fleytt út í flugfargjöld. Það má meðal annars rekja til þess að almennt á markaðnum séu farmiðar seldir fyrir fram. „Auk þess er mikil samkeppni á okkar markaði, bæði á Íslandsmarkaði og yfir hafið, og mikill verðþrýstingur niður á við.“ Í sumar muni 28 flugfélög fljúga til Íslands en fyrir nokkrum árum hafi þau verið örfá. Að sögn Boga Nils hefur meðalverð Icelandair hækkað á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. * Fram kom í afkomukynningu Icelandair Group fyrir fyrsta ársfjórðung að mikil óvissa ríki um þróun meðalfargjalda en vísbendingar séu um að þau fari hækkandi. Bogi Nils segir að sérfræðingar reikni með að meðalverð flugfélaga muni hækka til þess að flugfélögin geti staðið undir þessum kostnaðarhækkunum. „Kostnaðarhækkanir hafa neikvæð áhrif á afkomuna þegar það er ekki hægt að koma þeim beint út í verðlag. En það mildast hjá okkur því við verjum kaupin. Meiri áhrifa gætir væntanlega hjá þeim flugfélögum sem eru óvarin,“ segir hann.Dregur úr hagnaði flugfélaga Alexandre je Juniac, forstjóri IATA, sagði við Bloomberg á fimmtudaginn að eldsneytishækkanir muni draga „verulega“ úr hagnaði flugfélaga á milli ára. Hagnaður flugfélaga verði samt sem áður með ágætum. Fram kom í téðri afkomukynningu Icelandair Group að teknu tilliti til varna megi gera ráð fyrir að 10 prósenta hækkun á eldsneytisverði hafi neikvæð áhrif á EBITDA að fjárhæð 10,7 milljónir dollara, jafnvirði 1,1 milljarðs króna í ár. Stjórnendur gera ráð fyrir að EBITDA Icelandair Group verði 170-190 milljónir dollara í ár. WOW ver ekki eldsneytiskaup sín, að því er fram hefur komið í fjölmiðlum. Bogi Nils segir að Icelandair Group dempi sveiflurnar í eldsneytisverði með því að verja áætluð eldsneytiskaup. En það sé ekki hægt að koma í veg fyrir þær til lengri tíma litið. Kaupin séu 50-60 prósent varin næstu tólf mánuði og næstu sex mánuði þar á eftir sé hlutfallið 20 prósent. „Við viljum minnka sveiflur í rekstrinum og hafa hóflegar varnir,“ segir hann spurður um ástæður varnanna. Fram kemur í frétt Bloomberg að Ryanair verji 90 prósent af eldsneytiskaupum ársins, EasyJet um 76 prósent, SAS 47 prósent og Norwegian 27 prósent. Fram kom í frétt Reuters í janúar að fjögur af stærstu flugfélögum heims höfðu ekki í hyggju að verja eldsneytiskaup sín. Það eru bandarísku flugfélögin Delta, American, United auk Emirates frá Dúbaí. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Kólnun í ferðaþjónustu hægir á hagvexti Stýrivextir eða vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða áfram 4,25% samkvæmt ákvörðun peningamálastefnunefndar Seðlabankans í dag. 16. maí 2018 19:26 Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017 Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára 9. maí 2018 06:00 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Hækkandi olíuverð bitnar á ferðaþjónustunni því það gæti dregið úr fjölda ferðamanna til Íslands. Þetta bætist við vandann sem fylgt hefur auknum launakostnaði á Íslandi á umliðnum árum,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „Olíuverðshækkunum er á einhverjum tímapunkti velt út í flugfargjöld. Dýrari flugmiðar leiða til þess að eftirspurn eftir flugi minnkar. Það hefur aftur þau áhrif að nýting flugvéla minnkar og dregur úr afkomu þeirra.“ Verð á þotueldsneyti hefur hækkað um 50 prósent á einu ári. Undanfarinn mánuð hefur það hækkað um 2,6 prósent. Það lækkaði hins vegar í vikunni um 1,2 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðasamtökum flugfélaga (IATA). Snorri bendir á að ferðaþjónustan hafi notið mikils meðbyrs frá árinu 2015 af sögulega lágu olíuverði sem hafi leitt til þess að fargjöld voru lág. „Það vill gleymast í umræðunni.Stór útgjaldaliður Um er að ræða næststærsta kostnaðarlið Icelandair Group á eftir launum og þróun hans hefur töluverð áhrif á reksturinn. Í fyrra var kostnaður Icelandair Group við kaup á flugvélaeldsneyti 23% af tekjum flugrekstrar og um 19% af heildarkostnaði samstæðunnar. Snorri segir að á undanförnum fimm árum hafi launakostnaður Icelandair Group hækkað meira en tekjurnar. Samt sem áður hafi tekjurnar vaxið mikið á milli ára. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að nýlegar hækkanir á eldsneytisverði hafi gert það enn mikilvægara fyrir rekstur flugfélaga að meðalfargjöld hækki, eftir hækkanir síðastliðins árs. Fram kom á fréttavefnum Túrista í gær að stjórnendur lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafi sagt að hækkandi olíuverð gæti fljótlega skilað sér út í verðlag flugmiða.Ekki farið beint í miðaverð Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group, segir að til lengri tíma sé fylgni á milli eldsneytisverðs og fargjalda í flugi. „Við höfum ekki séð hækkun eldsneytis nú fara beint út í verðlagið. Alls ekki,“ segir hann. Nokkur töf sé á að verðlagshækkunum á eldsneyti sé fleytt út í flugfargjöld. Það má meðal annars rekja til þess að almennt á markaðnum séu farmiðar seldir fyrir fram. „Auk þess er mikil samkeppni á okkar markaði, bæði á Íslandsmarkaði og yfir hafið, og mikill verðþrýstingur niður á við.“ Í sumar muni 28 flugfélög fljúga til Íslands en fyrir nokkrum árum hafi þau verið örfá. Að sögn Boga Nils hefur meðalverð Icelandair hækkað á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. * Fram kom í afkomukynningu Icelandair Group fyrir fyrsta ársfjórðung að mikil óvissa ríki um þróun meðalfargjalda en vísbendingar séu um að þau fari hækkandi. Bogi Nils segir að sérfræðingar reikni með að meðalverð flugfélaga muni hækka til þess að flugfélögin geti staðið undir þessum kostnaðarhækkunum. „Kostnaðarhækkanir hafa neikvæð áhrif á afkomuna þegar það er ekki hægt að koma þeim beint út í verðlag. En það mildast hjá okkur því við verjum kaupin. Meiri áhrifa gætir væntanlega hjá þeim flugfélögum sem eru óvarin,“ segir hann.Dregur úr hagnaði flugfélaga Alexandre je Juniac, forstjóri IATA, sagði við Bloomberg á fimmtudaginn að eldsneytishækkanir muni draga „verulega“ úr hagnaði flugfélaga á milli ára. Hagnaður flugfélaga verði samt sem áður með ágætum. Fram kom í téðri afkomukynningu Icelandair Group að teknu tilliti til varna megi gera ráð fyrir að 10 prósenta hækkun á eldsneytisverði hafi neikvæð áhrif á EBITDA að fjárhæð 10,7 milljónir dollara, jafnvirði 1,1 milljarðs króna í ár. Stjórnendur gera ráð fyrir að EBITDA Icelandair Group verði 170-190 milljónir dollara í ár. WOW ver ekki eldsneytiskaup sín, að því er fram hefur komið í fjölmiðlum. Bogi Nils segir að Icelandair Group dempi sveiflurnar í eldsneytisverði með því að verja áætluð eldsneytiskaup. En það sé ekki hægt að koma í veg fyrir þær til lengri tíma litið. Kaupin séu 50-60 prósent varin næstu tólf mánuði og næstu sex mánuði þar á eftir sé hlutfallið 20 prósent. „Við viljum minnka sveiflur í rekstrinum og hafa hóflegar varnir,“ segir hann spurður um ástæður varnanna. Fram kemur í frétt Bloomberg að Ryanair verji 90 prósent af eldsneytiskaupum ársins, EasyJet um 76 prósent, SAS 47 prósent og Norwegian 27 prósent. Fram kom í frétt Reuters í janúar að fjögur af stærstu flugfélögum heims höfðu ekki í hyggju að verja eldsneytiskaup sín. Það eru bandarísku flugfélögin Delta, American, United auk Emirates frá Dúbaí.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Kólnun í ferðaþjónustu hægir á hagvexti Stýrivextir eða vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða áfram 4,25% samkvæmt ákvörðun peningamálastefnunefndar Seðlabankans í dag. 16. maí 2018 19:26 Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017 Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára 9. maí 2018 06:00 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00
Kólnun í ferðaþjónustu hægir á hagvexti Stýrivextir eða vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða áfram 4,25% samkvæmt ákvörðun peningamálastefnunefndar Seðlabankans í dag. 16. maí 2018 19:26
Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017 Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára 9. maí 2018 06:00