Lausagangandi hænur sem skíta í fóðrið Ragnar Þór Pétursson skrifar 6. júní 2018 20:45 Sjötti júní var sérlegur gleðidagur í menntamálum hér á landi. Þá voru afhentar, við hátíðlega athöfn, viðurkenningar til framúrskarandi kennara í hátíðarsal Háskóla Íslands. Gríðarlegur fjöldi hafði skilað inn tilnefningum um kennara sem með fagmennsku sinni og manngæsku höfðu markað spor í sálarlíf nemenda sinna fyrir lífstíð. Þetta var fallegur dagur og falleg athöfn. Áður en viðurkenningarnar voru veittar voru haldin nokkur stutt erindi um málefni barna og unglinga. Þar kom til dæmis í ljós að meginástæða þess dæmalausa árangurs sem orðið hefur í forvörnum hér á landi er virkari þátttaka foreldra í lífi barna sinna. Í öðru erindi var sagt frá nýsköpun í skólakerfinu. Sagt var frá börnum um allt land sem kennt hafði verið að greina aðkallandi vandamál í umhverfi sínu og leita lausna á þeim. Þar vakti sérstaka athygli mína eftirfarandi setning sem lýsti vandamáli sem nemanda í litlum skóla á landsbyggðinni þótti brýnt að taka á: „Lausagangandi hænur sem skíta í fóðrið sitt og vatnið.“ Þetta minnti mig á það að veruleikinn á Íslandi er margslunginn og fjölbreyttur. Þarfirnar eru ólíkar og lausnirnar einnig. Neðanmálsgrein við hátíðisdaginn sjötta júní var síðan grein sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins undir yfirskriftinni „Frídagar skóla fleiri en foreldra.“ Höfundur hennar er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt greininni tekur skólastarf (eða skortur á skólastarfi) mikinn toll af atvinnulífinu vegna þess að of miklar kröfur eru gerðar til foreldra um að sinna börnum sínum eða mæta kostnaði við dagvistun þeirra utan skólatíma. Samtök atvinnulífsins telja heillavænlegast að börn séu miklu lengur í skólanum á hverju ári og útskrifist ári fyrr og verði þannig vinnuafl fyrr en ella. Börn á Íslandi eru takmörkuð auðlind. Barneignum hefur fækkað stórkostlega á nokkrum áratugum. Það er samfélagsleg skylda okkar að halda vel utan um börn og fjölskyldur þeirra. Sú skylda hvílir líka á atvinnulífinu. Það mættu forkólfar Samtaka atvinnulífsins hugleiða af fullri alvöru. Það er nefnilega ekki skólinn sem er stærsti tímaþjófurinn í lífi íslenskra foreldra. Það er vinnan. Afleiðingin er m.a. sú að börn á Íslandi njóta ekki nærri því nægra samvista við fjölskyldur sínar. Það er allra missir. Menntun er síðan miklu flóknara fyrirbæri en svo að lengra skólaár skili sjálfkrafa meiri árangri eða afköstum. Þau lönd sem standa í fararbroddi í heiminum eru sum með langt skólaár en önnur stutt. Ítrekaðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á verulegan ávinning af því að lengja skólaár nemenda. Það er helst að ávinningur verði í tilfelli þeirra nemenda sem standa höllustum fæti og eiga t.d. foreldra sem lítið geta sinnt þeim vegna lágra launa og vinnuhörku. Þeirra vandi er djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því að geyma þau í skólum á meðan foreldrarnir halda áfram að vinna of mikið. Þegar Sara Diljá Hjálmarsdóttir steig upp á svið til að taka við viðurkenningu sinni fyrir framúrskarandi kennslustörf heyrðist lítið barn í salnum kalla: „Mamma!“. Það dró ekki úr hátíðleika stundarinnar, það glæddi hana meiri hátíðleika og það gladdi. Það er gaman þegar börn geta deilt mikilvægum stundum með foreldrum sínum. Það er líka gaman og gefandi þegar foreldrar geta tekið þátt í stórum stundum í lífi barna sinna. Það er ekki kvöð að heimsækja börnin sín í skólann öðru hvoru. Það er raunar bráðnauðsynlegur liður í hinu þríliða sambandi skóla, barns og foreldra. Atvinnurekendur sem gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þessara hluta eru ekki mikið betur staddir en hænur sem skíta í fóður okkar allra. Skólakerfið hefur að auki gjörbreyst. Miklu meiri krafa er gerð til kennara en áður. Þeir eru sérfræðingar. Í því felst ríkuleg skylda til starfsþróunar. Í leikskólum er t.d. brýnt að auka hið faglega starf mjög frá því sem nú er. Þar hafa fagleg sjónarmið látið undan síga gagnvart ágengum kröfum um daggæslu og þjónustu. Sú vanræksla hefur tekið sinn toll. Í grunnskólum er starfsþróun mikilvægur hluti starfs hvers einasta kennara. Það er alrangt, sem stundum er haldið fram, að grunnskólakennarar fái lengri frí en aðrir á vinnumarkaði. Vinnuskylda þeirra er 1800 stundir eins og hjá öðrum. Kennari hættir ekkert að vera til þótt nemandinn fari heim. Þarfir landsmanna eru ólíkar. Það er alveg rétt að starfshlé grunnskólans er lengra en orlofstími fullvinnandi foreldra. Að þessu leyti erum við frekar dæmigerð fyrir ríki í okkar heimshluta. Flest sveitarfélög á landinu bjóða síðan upp á mikla þjónustu fyrir yngri börn allt árið, t.d. bæði frístundastarf og tómstundir. Opnunartími frístundaheimila tekur ítrasta tillit til þarfa foreldra. Það gerir atvinnulífið hins vegar ekki. Skólinn er fagleg stofnun með skilgreint hlutverk. Starfsþróun og faglegt starf er hluti af því að skólinn geti rækt hlutverk sitt. Það er síðan samfélagsleg ábyrgð okkar allra að búa börnum besta mögulega umhverfi sem völ er á. Þar kemur vel til álita að foreldrar á lágum launum beri minni kostnað af tómstundum og frístundum barna sinna. Það má vel athuga það. Ef framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur raunverulegar áhyggjur af skorti á samveru barna og foreldra og því að það kosti töluverða peninga að bjóða börnum upp á tómstundir þá er borðleggjandi að hann taki það upp í sínu baklandi og berjist fyrir styttri vinnuviku og hærri launum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Við í skólunum myndum fagna því innilega því við höfum séð hver ávinningurinn er af því að gera fólki kleift að hvílast og eiga stundir með sínum nánustu. Til lengri tíma græða allir á því.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjötti júní var sérlegur gleðidagur í menntamálum hér á landi. Þá voru afhentar, við hátíðlega athöfn, viðurkenningar til framúrskarandi kennara í hátíðarsal Háskóla Íslands. Gríðarlegur fjöldi hafði skilað inn tilnefningum um kennara sem með fagmennsku sinni og manngæsku höfðu markað spor í sálarlíf nemenda sinna fyrir lífstíð. Þetta var fallegur dagur og falleg athöfn. Áður en viðurkenningarnar voru veittar voru haldin nokkur stutt erindi um málefni barna og unglinga. Þar kom til dæmis í ljós að meginástæða þess dæmalausa árangurs sem orðið hefur í forvörnum hér á landi er virkari þátttaka foreldra í lífi barna sinna. Í öðru erindi var sagt frá nýsköpun í skólakerfinu. Sagt var frá börnum um allt land sem kennt hafði verið að greina aðkallandi vandamál í umhverfi sínu og leita lausna á þeim. Þar vakti sérstaka athygli mína eftirfarandi setning sem lýsti vandamáli sem nemanda í litlum skóla á landsbyggðinni þótti brýnt að taka á: „Lausagangandi hænur sem skíta í fóðrið sitt og vatnið.“ Þetta minnti mig á það að veruleikinn á Íslandi er margslunginn og fjölbreyttur. Þarfirnar eru ólíkar og lausnirnar einnig. Neðanmálsgrein við hátíðisdaginn sjötta júní var síðan grein sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins undir yfirskriftinni „Frídagar skóla fleiri en foreldra.“ Höfundur hennar er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt greininni tekur skólastarf (eða skortur á skólastarfi) mikinn toll af atvinnulífinu vegna þess að of miklar kröfur eru gerðar til foreldra um að sinna börnum sínum eða mæta kostnaði við dagvistun þeirra utan skólatíma. Samtök atvinnulífsins telja heillavænlegast að börn séu miklu lengur í skólanum á hverju ári og útskrifist ári fyrr og verði þannig vinnuafl fyrr en ella. Börn á Íslandi eru takmörkuð auðlind. Barneignum hefur fækkað stórkostlega á nokkrum áratugum. Það er samfélagsleg skylda okkar að halda vel utan um börn og fjölskyldur þeirra. Sú skylda hvílir líka á atvinnulífinu. Það mættu forkólfar Samtaka atvinnulífsins hugleiða af fullri alvöru. Það er nefnilega ekki skólinn sem er stærsti tímaþjófurinn í lífi íslenskra foreldra. Það er vinnan. Afleiðingin er m.a. sú að börn á Íslandi njóta ekki nærri því nægra samvista við fjölskyldur sínar. Það er allra missir. Menntun er síðan miklu flóknara fyrirbæri en svo að lengra skólaár skili sjálfkrafa meiri árangri eða afköstum. Þau lönd sem standa í fararbroddi í heiminum eru sum með langt skólaár en önnur stutt. Ítrekaðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á verulegan ávinning af því að lengja skólaár nemenda. Það er helst að ávinningur verði í tilfelli þeirra nemenda sem standa höllustum fæti og eiga t.d. foreldra sem lítið geta sinnt þeim vegna lágra launa og vinnuhörku. Þeirra vandi er djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því að geyma þau í skólum á meðan foreldrarnir halda áfram að vinna of mikið. Þegar Sara Diljá Hjálmarsdóttir steig upp á svið til að taka við viðurkenningu sinni fyrir framúrskarandi kennslustörf heyrðist lítið barn í salnum kalla: „Mamma!“. Það dró ekki úr hátíðleika stundarinnar, það glæddi hana meiri hátíðleika og það gladdi. Það er gaman þegar börn geta deilt mikilvægum stundum með foreldrum sínum. Það er líka gaman og gefandi þegar foreldrar geta tekið þátt í stórum stundum í lífi barna sinna. Það er ekki kvöð að heimsækja börnin sín í skólann öðru hvoru. Það er raunar bráðnauðsynlegur liður í hinu þríliða sambandi skóla, barns og foreldra. Atvinnurekendur sem gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þessara hluta eru ekki mikið betur staddir en hænur sem skíta í fóður okkar allra. Skólakerfið hefur að auki gjörbreyst. Miklu meiri krafa er gerð til kennara en áður. Þeir eru sérfræðingar. Í því felst ríkuleg skylda til starfsþróunar. Í leikskólum er t.d. brýnt að auka hið faglega starf mjög frá því sem nú er. Þar hafa fagleg sjónarmið látið undan síga gagnvart ágengum kröfum um daggæslu og þjónustu. Sú vanræksla hefur tekið sinn toll. Í grunnskólum er starfsþróun mikilvægur hluti starfs hvers einasta kennara. Það er alrangt, sem stundum er haldið fram, að grunnskólakennarar fái lengri frí en aðrir á vinnumarkaði. Vinnuskylda þeirra er 1800 stundir eins og hjá öðrum. Kennari hættir ekkert að vera til þótt nemandinn fari heim. Þarfir landsmanna eru ólíkar. Það er alveg rétt að starfshlé grunnskólans er lengra en orlofstími fullvinnandi foreldra. Að þessu leyti erum við frekar dæmigerð fyrir ríki í okkar heimshluta. Flest sveitarfélög á landinu bjóða síðan upp á mikla þjónustu fyrir yngri börn allt árið, t.d. bæði frístundastarf og tómstundir. Opnunartími frístundaheimila tekur ítrasta tillit til þarfa foreldra. Það gerir atvinnulífið hins vegar ekki. Skólinn er fagleg stofnun með skilgreint hlutverk. Starfsþróun og faglegt starf er hluti af því að skólinn geti rækt hlutverk sitt. Það er síðan samfélagsleg ábyrgð okkar allra að búa börnum besta mögulega umhverfi sem völ er á. Þar kemur vel til álita að foreldrar á lágum launum beri minni kostnað af tómstundum og frístundum barna sinna. Það má vel athuga það. Ef framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur raunverulegar áhyggjur af skorti á samveru barna og foreldra og því að það kosti töluverða peninga að bjóða börnum upp á tómstundir þá er borðleggjandi að hann taki það upp í sínu baklandi og berjist fyrir styttri vinnuviku og hærri launum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Við í skólunum myndum fagna því innilega því við höfum séð hver ávinningurinn er af því að gera fólki kleift að hvílast og eiga stundir með sínum nánustu. Til lengri tíma græða allir á því.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun