Er þegar búin að segja nei við nokkur félög Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2018 12:30 Það var létt yfir Fanndísi á landsliðsæfingu í gær enda komin á kunnuglegar slóðir á Kópavogsvelli í æfingatreyju íslenska landsliðsins. Fréttablaðið/eyþór „Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019. Ísland er í lykilstöðu og getur náð toppsæti riðilsins á ný þegar tvær umferðir eru eftir með sigri. „Við vitum hvað við erum að fara út í þó að þær séu svolítið óútreiknanlegar. Þú veist ekki hvaða lið kemur út á völlinn því þær geta gert stórfurðulega hluti og frábæra hluti. Þegar leikið er gegn lakari andstæðingum er það oft þolinmæðisvinna að brjóta ísinn en um leið og fyrsta markið kemur færist ró yfir hlutina.“ Heimsmeistaramótið 2019 fer fram í Frakklandi en Fanndís hefur verið í atvinnumennsku hjá Marseille undanfarið ár. Lítið gekk innan vallar og féll Marseille úr efstu deild á dögunum. Hún ætlar að skoða sín mál eftir landsleikjahléið. „Ég tók þá ákvörðun að koma heim og klára þennan landsleik og skoða þetta bara eftir hann. Ég kláraði síðasta leikinn minn úti í síðustu viku og þá tók við að pakka og koma mér heim en ég ákvað að ég myndi ekki taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís sem hefur fengið tilboð. „Það eru nokkur félög búin að hafa samband en ég er þegar búin að neita nokkrum félögum. Ég sest almennilega yfir þetta í næstu viku.“ Hún viðurkenndi að dvölin í Frakklandi hefði reynst töluvert erfiðari en hún bjóst við. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og öðruvísi en væntingar mínar voru en það voru hlutir sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki að setja mig að fullu inn í þetta en það var eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í liðinu og liðsheildin stórfurðuleg. Það gekk á ýmsu og það er eiginlega gott að þetta er búið.“ Þrátt fyrir það er hún ánægð með reynsluna. „Ég fór út síðasta haust til að prófa eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr þægindarammanum á Kópavogsvelli og þetta var það sem var mest spennandi á borði. Þetta leit hrikalega vel út á blaði og það var frábært að búa þarna þó að fótboltinn hefði mátt ganga betur.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019. Ísland er í lykilstöðu og getur náð toppsæti riðilsins á ný þegar tvær umferðir eru eftir með sigri. „Við vitum hvað við erum að fara út í þó að þær séu svolítið óútreiknanlegar. Þú veist ekki hvaða lið kemur út á völlinn því þær geta gert stórfurðulega hluti og frábæra hluti. Þegar leikið er gegn lakari andstæðingum er það oft þolinmæðisvinna að brjóta ísinn en um leið og fyrsta markið kemur færist ró yfir hlutina.“ Heimsmeistaramótið 2019 fer fram í Frakklandi en Fanndís hefur verið í atvinnumennsku hjá Marseille undanfarið ár. Lítið gekk innan vallar og féll Marseille úr efstu deild á dögunum. Hún ætlar að skoða sín mál eftir landsleikjahléið. „Ég tók þá ákvörðun að koma heim og klára þennan landsleik og skoða þetta bara eftir hann. Ég kláraði síðasta leikinn minn úti í síðustu viku og þá tók við að pakka og koma mér heim en ég ákvað að ég myndi ekki taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís sem hefur fengið tilboð. „Það eru nokkur félög búin að hafa samband en ég er þegar búin að neita nokkrum félögum. Ég sest almennilega yfir þetta í næstu viku.“ Hún viðurkenndi að dvölin í Frakklandi hefði reynst töluvert erfiðari en hún bjóst við. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og öðruvísi en væntingar mínar voru en það voru hlutir sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki að setja mig að fullu inn í þetta en það var eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í liðinu og liðsheildin stórfurðuleg. Það gekk á ýmsu og það er eiginlega gott að þetta er búið.“ Þrátt fyrir það er hún ánægð með reynsluna. „Ég fór út síðasta haust til að prófa eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr þægindarammanum á Kópavogsvelli og þetta var það sem var mest spennandi á borði. Þetta leit hrikalega vel út á blaði og það var frábært að búa þarna þó að fótboltinn hefði mátt ganga betur.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira