Er þegar búin að segja nei við nokkur félög Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2018 12:30 Það var létt yfir Fanndísi á landsliðsæfingu í gær enda komin á kunnuglegar slóðir á Kópavogsvelli í æfingatreyju íslenska landsliðsins. Fréttablaðið/eyþór „Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019. Ísland er í lykilstöðu og getur náð toppsæti riðilsins á ný þegar tvær umferðir eru eftir með sigri. „Við vitum hvað við erum að fara út í þó að þær séu svolítið óútreiknanlegar. Þú veist ekki hvaða lið kemur út á völlinn því þær geta gert stórfurðulega hluti og frábæra hluti. Þegar leikið er gegn lakari andstæðingum er það oft þolinmæðisvinna að brjóta ísinn en um leið og fyrsta markið kemur færist ró yfir hlutina.“ Heimsmeistaramótið 2019 fer fram í Frakklandi en Fanndís hefur verið í atvinnumennsku hjá Marseille undanfarið ár. Lítið gekk innan vallar og féll Marseille úr efstu deild á dögunum. Hún ætlar að skoða sín mál eftir landsleikjahléið. „Ég tók þá ákvörðun að koma heim og klára þennan landsleik og skoða þetta bara eftir hann. Ég kláraði síðasta leikinn minn úti í síðustu viku og þá tók við að pakka og koma mér heim en ég ákvað að ég myndi ekki taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís sem hefur fengið tilboð. „Það eru nokkur félög búin að hafa samband en ég er þegar búin að neita nokkrum félögum. Ég sest almennilega yfir þetta í næstu viku.“ Hún viðurkenndi að dvölin í Frakklandi hefði reynst töluvert erfiðari en hún bjóst við. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og öðruvísi en væntingar mínar voru en það voru hlutir sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki að setja mig að fullu inn í þetta en það var eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í liðinu og liðsheildin stórfurðuleg. Það gekk á ýmsu og það er eiginlega gott að þetta er búið.“ Þrátt fyrir það er hún ánægð með reynsluna. „Ég fór út síðasta haust til að prófa eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr þægindarammanum á Kópavogsvelli og þetta var það sem var mest spennandi á borði. Þetta leit hrikalega vel út á blaði og það var frábært að búa þarna þó að fótboltinn hefði mátt ganga betur.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019. Ísland er í lykilstöðu og getur náð toppsæti riðilsins á ný þegar tvær umferðir eru eftir með sigri. „Við vitum hvað við erum að fara út í þó að þær séu svolítið óútreiknanlegar. Þú veist ekki hvaða lið kemur út á völlinn því þær geta gert stórfurðulega hluti og frábæra hluti. Þegar leikið er gegn lakari andstæðingum er það oft þolinmæðisvinna að brjóta ísinn en um leið og fyrsta markið kemur færist ró yfir hlutina.“ Heimsmeistaramótið 2019 fer fram í Frakklandi en Fanndís hefur verið í atvinnumennsku hjá Marseille undanfarið ár. Lítið gekk innan vallar og féll Marseille úr efstu deild á dögunum. Hún ætlar að skoða sín mál eftir landsleikjahléið. „Ég tók þá ákvörðun að koma heim og klára þennan landsleik og skoða þetta bara eftir hann. Ég kláraði síðasta leikinn minn úti í síðustu viku og þá tók við að pakka og koma mér heim en ég ákvað að ég myndi ekki taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís sem hefur fengið tilboð. „Það eru nokkur félög búin að hafa samband en ég er þegar búin að neita nokkrum félögum. Ég sest almennilega yfir þetta í næstu viku.“ Hún viðurkenndi að dvölin í Frakklandi hefði reynst töluvert erfiðari en hún bjóst við. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og öðruvísi en væntingar mínar voru en það voru hlutir sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki að setja mig að fullu inn í þetta en það var eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í liðinu og liðsheildin stórfurðuleg. Það gekk á ýmsu og það er eiginlega gott að þetta er búið.“ Þrátt fyrir það er hún ánægð með reynsluna. „Ég fór út síðasta haust til að prófa eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr þægindarammanum á Kópavogsvelli og þetta var það sem var mest spennandi á borði. Þetta leit hrikalega vel út á blaði og það var frábært að búa þarna þó að fótboltinn hefði mátt ganga betur.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki