Skora á ríkisstjórnina að „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2018 11:55 Kópavogskirkja er innan Reykjavíkurprófastskjördæmis eystra, sem jafnframt er stærsta prófastsdæmi landsins. VÍSIR/STEFÁN Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem haldinn var í Guðríðarkirkju þann 30. maí síðastliðinn, skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta sóknargjöld í þá upphæð sem þau eiga að vera samkvæmt lögum og „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna vegna skerðingar sóknargjalda undanfarin tíu ár.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá héraðsfundinum, sem jafnframt er aðalfundur prófastsdæmisins. Í tilkynningu segir að ekki sé von á leiðréttingu á „þeirri gríðarlegu skerðingu sóknargjaldsins sem viðgengist hefur frá árinu 2009.“ Þá hafi skerðingin leitt til þess að sóknargjaldið sé nú 931 króna á mánuði fyrir hvern meðlim en „ætti skv. lögum að vera 1556 krónur eða 625 krónum hærra á mánuði.“Sjá einnig: Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Nú er svo komið, að ákveðnir söfnuðir virðast endanlega vera að komast í þrot fjárhagslega. Sumir söfnuðir hafa ekki getað sinnt brýnasta viðhaldi eigna og eru nú, nærri tíu árum eftir hrunið, að segja upp starfsfólki, lækka starfshlutfall og draga úr starfi,“ segir í tilkynningu enda hafi sóknargjaldið aðeins hækkað um 59 kr. á mánuði frá árinu 2008 eða um 6,8%. Vísitala neysluverðs hafi hins vegar hækkað um u.þ.b. 60,2% á sama tíma. Því sé ákaflega brýnt að viðræður ríkisvaldsins við kirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju verði til lykta leiddar sem allra fyrst. Þjóðkirkjumeðlimir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra eru um 63 þúsund talsins og er það því fjölmennasta prófastsdæmi landsins. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00 Kirkjusóknir reknar með miklum hagnaði 15. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem haldinn var í Guðríðarkirkju þann 30. maí síðastliðinn, skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta sóknargjöld í þá upphæð sem þau eiga að vera samkvæmt lögum og „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna vegna skerðingar sóknargjalda undanfarin tíu ár.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá héraðsfundinum, sem jafnframt er aðalfundur prófastsdæmisins. Í tilkynningu segir að ekki sé von á leiðréttingu á „þeirri gríðarlegu skerðingu sóknargjaldsins sem viðgengist hefur frá árinu 2009.“ Þá hafi skerðingin leitt til þess að sóknargjaldið sé nú 931 króna á mánuði fyrir hvern meðlim en „ætti skv. lögum að vera 1556 krónur eða 625 krónum hærra á mánuði.“Sjá einnig: Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Nú er svo komið, að ákveðnir söfnuðir virðast endanlega vera að komast í þrot fjárhagslega. Sumir söfnuðir hafa ekki getað sinnt brýnasta viðhaldi eigna og eru nú, nærri tíu árum eftir hrunið, að segja upp starfsfólki, lækka starfshlutfall og draga úr starfi,“ segir í tilkynningu enda hafi sóknargjaldið aðeins hækkað um 59 kr. á mánuði frá árinu 2008 eða um 6,8%. Vísitala neysluverðs hafi hins vegar hækkað um u.þ.b. 60,2% á sama tíma. Því sé ákaflega brýnt að viðræður ríkisvaldsins við kirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju verði til lykta leiddar sem allra fyrst. Þjóðkirkjumeðlimir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra eru um 63 þúsund talsins og er það því fjölmennasta prófastsdæmi landsins.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00 Kirkjusóknir reknar með miklum hagnaði 15. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00
Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00