JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 18:45 JóiPé og Króli hitta hér Emmsjé Gauta eftir að löggan var búin að stoppa þá. Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn. Í gærkvöldi var komið að tónleikum á Blönduósi en þar komu þeir JóiPé og Króli fram með Gauta, þrátt fyrir að hann hefði „handtekið“ þá fyrr um daginn. „Allir bæir eru þekktir fyrir eitthvað eitt og það sem Blönduós er lang þekktastur fyrir er lögreglan á svæðinu. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á strákana á stöðinni. Höskuldur varðstjóri dressaði mig upp í búning og sendi mig út á þjóðveg eitt. Það var gaman að fá að fylgjast með þeim og taka þátt í alvöru steak out-i. Það var síðan heiður að fá að taka þátt í líklegast fyrstu og síðustu handtöku á JóaPé og Króla,“ segir Gauti sem var búinn að vera í sambandi við Henný sem var að skutla JóaPé og Króla norður. „Hún vissi að við ætluðum að láta stoppa bílinn. En þrátt fyrir það fór hún í kerfi þegar hún var stoppuð og Höskuldur varðstjóri fór að spyrja hvort hún væri undir áhrifum. Ef öll Blönduósarlöggan er eins og þeir Höskuldur og Svanur sem við tókum vaktina með, þá hefur einhver verið að ljúga að mér í öll þessi ár að löggan á Blönduósi sé eitthvað rugluð. Þeir voru þvílíkt hressir og liðlegir,“ segir Gauti. Hann segir giggið um kvöldið í félagsheimilinu á Blönduósi síðan hafa verið frábært. „Ég hef aldrei spilað hérna áður og húsið er ógeðslega skemmtilegt. Við ætluðum síðan að tjalda á tjaldsvæðinu um kvöldið en Björn Valur neitaði að sofa utandyra svo við enduðum á að tjalda á sviðinu á sýningarsal félagsheimilisinsi. Það gaf okkur smá svona tilfinningu eins og við værum allavega smá útivistartýpur.“ Gauti segir að mestu vonbrigði dagsins hafi verið þau að hann þurfti að skila lögregluskyrtunni eftir tökur. „Ég var farinn að kunna vel við mig í henni. Ef einhverju lögregluumdæmi vantar mann í afleysingar þá er ég klár. Ég get bara alls ekki lofað því að ég muni festast á einhverju power trippi.Næst eru það æskuslóðir Úlfur Úlfur, Sauðárkrókur, þar sem þeir ætla að vera með okkur um kvöldið. Hlökkum til að sjá alla þar og við lofum rugluðu kvöldi. Keli kemur endurnærður og úthvíldur úr grínpásunni sinni,“ segir Gauti en tónleikarnir á Sauðárkróki eru í kvöld. Blönduós Tengdar fréttir Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15 Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30 Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn. Í gærkvöldi var komið að tónleikum á Blönduósi en þar komu þeir JóiPé og Króli fram með Gauta, þrátt fyrir að hann hefði „handtekið“ þá fyrr um daginn. „Allir bæir eru þekktir fyrir eitthvað eitt og það sem Blönduós er lang þekktastur fyrir er lögreglan á svæðinu. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á strákana á stöðinni. Höskuldur varðstjóri dressaði mig upp í búning og sendi mig út á þjóðveg eitt. Það var gaman að fá að fylgjast með þeim og taka þátt í alvöru steak out-i. Það var síðan heiður að fá að taka þátt í líklegast fyrstu og síðustu handtöku á JóaPé og Króla,“ segir Gauti sem var búinn að vera í sambandi við Henný sem var að skutla JóaPé og Króla norður. „Hún vissi að við ætluðum að láta stoppa bílinn. En þrátt fyrir það fór hún í kerfi þegar hún var stoppuð og Höskuldur varðstjóri fór að spyrja hvort hún væri undir áhrifum. Ef öll Blönduósarlöggan er eins og þeir Höskuldur og Svanur sem við tókum vaktina með, þá hefur einhver verið að ljúga að mér í öll þessi ár að löggan á Blönduósi sé eitthvað rugluð. Þeir voru þvílíkt hressir og liðlegir,“ segir Gauti. Hann segir giggið um kvöldið í félagsheimilinu á Blönduósi síðan hafa verið frábært. „Ég hef aldrei spilað hérna áður og húsið er ógeðslega skemmtilegt. Við ætluðum síðan að tjalda á tjaldsvæðinu um kvöldið en Björn Valur neitaði að sofa utandyra svo við enduðum á að tjalda á sviðinu á sýningarsal félagsheimilisinsi. Það gaf okkur smá svona tilfinningu eins og við værum allavega smá útivistartýpur.“ Gauti segir að mestu vonbrigði dagsins hafi verið þau að hann þurfti að skila lögregluskyrtunni eftir tökur. „Ég var farinn að kunna vel við mig í henni. Ef einhverju lögregluumdæmi vantar mann í afleysingar þá er ég klár. Ég get bara alls ekki lofað því að ég muni festast á einhverju power trippi.Næst eru það æskuslóðir Úlfur Úlfur, Sauðárkrókur, þar sem þeir ætla að vera með okkur um kvöldið. Hlökkum til að sjá alla þar og við lofum rugluðu kvöldi. Keli kemur endurnærður og úthvíldur úr grínpásunni sinni,“ segir Gauti en tónleikarnir á Sauðárkróki eru í kvöld.
Blönduós Tengdar fréttir Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15 Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30 Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15
Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30
Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53