Leynilegum upptökum lekið af fundi Boris Johnson Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Boris Johnson er ekki sagður hafa hjálpað ríkisstjórn sinni mikið með ummælum sínum. Vísir/Getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38
Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00
Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06