Hjörvar: Áhyggjuefni að við klúðrum forystunni í báðum leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2018 19:15 Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, er þrátt fyrir tapleiki í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir HM bjartsýnn á þátttöku okkar manna á HM í Rússlandi. Hann neitar því ekki að það er áhyggjuefni að okkar menn hafi ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun í leikjunum tveimur gegn Noregi og Gana. „Við ráðum því hvað við tökum úr þessum tveimur leikjum. Mér finnst ekki jákvætt að við klúðrum forystunni í þeim báðum og í gær var þetta enn einn vináttulandsleikurinn sem við vinnum ekki,“ sagði Hjörvar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „En ef við horfum til þess jákvæða þá virist Gylfi vera heill og Hannes líka. Alfreð er að svo að spila vel. Það er margt jákvætt,“ sagði Hjörvar sem reiknar ekki með að það muni margt koma á óvart í byrjunarliði Heimis Hallgrímssonar í fyrsta leik Íslands á HM. „Ég veit ekki hvort það ætti að teljast óvænt en Alfreð skoraði bæði gegn Noregi og Gana. Sjálfsagt þætti einhverjum óvænt að hann væri í byrjunarliðinu enda verið á bekknum í mikilvægu leikjunum hingað til.“ „Eins og þetta lítur út fyrir mér þá finnst mér líklegt að Heimir stilli upp Jóni Daða einum uppi á topp. En Alfreð með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum hefur gefið honum smá hausverk.“ Sumarmessan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla daga þegar spilað verður á HM í Rússlandi. Þátturinn verður í umsjón Benedikts Valssonar sem verður með Hjörvar sem og aðra sérfræðinga Stöðvar 2 Sports sér til halds og trausts. „Við ætlum að taka öll mál ítarlega fyrir en þátturinn er fyrir alla. Það verður fjallað um Ísland á hverjum degi en líka eitthvað um léttmeti eins og daglegar spurningakeppnir um HM. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegt,“ sagði Hjörvar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, er þrátt fyrir tapleiki í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir HM bjartsýnn á þátttöku okkar manna á HM í Rússlandi. Hann neitar því ekki að það er áhyggjuefni að okkar menn hafi ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun í leikjunum tveimur gegn Noregi og Gana. „Við ráðum því hvað við tökum úr þessum tveimur leikjum. Mér finnst ekki jákvætt að við klúðrum forystunni í þeim báðum og í gær var þetta enn einn vináttulandsleikurinn sem við vinnum ekki,“ sagði Hjörvar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „En ef við horfum til þess jákvæða þá virist Gylfi vera heill og Hannes líka. Alfreð er að svo að spila vel. Það er margt jákvætt,“ sagði Hjörvar sem reiknar ekki með að það muni margt koma á óvart í byrjunarliði Heimis Hallgrímssonar í fyrsta leik Íslands á HM. „Ég veit ekki hvort það ætti að teljast óvænt en Alfreð skoraði bæði gegn Noregi og Gana. Sjálfsagt þætti einhverjum óvænt að hann væri í byrjunarliðinu enda verið á bekknum í mikilvægu leikjunum hingað til.“ „Eins og þetta lítur út fyrir mér þá finnst mér líklegt að Heimir stilli upp Jóni Daða einum uppi á topp. En Alfreð með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum hefur gefið honum smá hausverk.“ Sumarmessan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla daga þegar spilað verður á HM í Rússlandi. Þátturinn verður í umsjón Benedikts Valssonar sem verður með Hjörvar sem og aðra sérfræðinga Stöðvar 2 Sports sér til halds og trausts. „Við ætlum að taka öll mál ítarlega fyrir en þátturinn er fyrir alla. Það verður fjallað um Ísland á hverjum degi en líka eitthvað um léttmeti eins og daglegar spurningakeppnir um HM. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegt,“ sagði Hjörvar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30
Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42