Eitt ótal heimila sem eru sprengd í tætlur Magnús Guðmundsson skrifar 9. júní 2018 09:30 Street View (Reassembled) eftir finnska listamanninn Anssi Pulkinen er áhrifaríkt verk sem enginn ætti að láta óskoðað. Vísir/Ernir Þegar komið er að Norræna húsinu í Reykjavík blasir við óvenjuleg sjón þessa dagana. Stórum vörubílspalli hefur verið komið fyrir á túninu framan við húsið, greinilega með talsverðri fyrirhöfn, en á pallinum eru steypugráar húsarústir. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að rústirnar eru langt að komnar eða alla leið frá hinu stríðshrjáða Sýrlandi. Þær eru hluti af sundursprengdu heimili venjulegrar fjölskyldu og hingað komnar á vegum Listahátíðar í Reykjavík í samstarfi við Rauða krossinn og Norræna húsið. Það er full ástæða til þess að hvetja alla til þess að leggja leið sína að þessu áhrifaríka listaverki sem kallast Street View (Reassembled) og er eftir finnska listamanninn Anssi Pulkinen. Húsarústirnar eru margbrotin táknmynd um missi heimilis og tala beint inn í grimman veruleika sem er okkur hér á þessu friðsæla landi í senn framandi en samt svo nálægur í smækkandi veröld.Átti að verða arkitekt Listamaðurinn Anssi Pulkinen er ungur að árum, hæglátur og viðkunnanlegur maður, sem segir að hans persónulegi bakgrunnur eigi vissulega sinn þátt í að hann hafi ákveðið að skapa þetta verk. „Ég er fæddur í Helsinki og var víst það sem kallað er innhverfur á barnsaldri. Vildi ekkert gera annað en að sitja og teikna alla daga og þó svo það væri enginn sérstakur áhugi á listum í fjölskyldunni þá naut ég þess að mamma setti mig í myndlist á meðan aðrir krakkar fóru í fótbolta eða íshokkí. Þetta leiddi mig á þessa braut listarinnar en reyndar vildu amma og afi alltaf að ég yrði arkitekt. En ég er hræddur um að húsarústirnar mínar frá Sýrlandi séu ekki alveg það sem þau sáu fyrir sér,“ segir Anssi og hlær mjúklega. „Ég valdi höggmyndalistina í listaskóla og fljótlega fór sá áhugi að snúast upp í að byggja rými frekar en hluti. Þannig að þessi tengsl við arkitektúrinn blunduðu í mér. Að auki þá hef ég líka verið að stúdera kvikmyndalist og þá getur rými verið hluti af persónunum, mótað þær og átt sinn þátt í að segja sögu. Árið 2008 var ég til að mynda með verk sem var gangur sem fólk gekk inn í. Þegar inn var komið þá var hann rétthyrndur og venjulegur en eftir því sem lengra var gengið inn eftir ganginum fór hann að krumpast, vindast og í raun falla saman í innri endann.“Anssi Pulkinen segir að myndir úr Vetrarstríðinu hafi átt sinn þátt í að hann skapaði þetta verk sem fjallar um veruleika flóttamanna.Vísir/ErnirTengslin við Vetrarstríðið Anssi segir að á þessum tíma hafi kvikmyndalistin heillað og hann ákvað því að fara að læra heimildarmyndagerð. „Húsarústirnar frá Sýrlandi eru líkast til einna skýrasta dæmið í minni list um tengsl þessara tveggja greina, mynd- og kvikmyndalistar, þar sem eðli þessa verks er að segja ákveðna sögu. Sýna viðtakendum veruleika sem annars væri þeim hulinn. Þetta er veruleiki sem er sóttur til Sýrlands og síðan settur aftur saman (reassembled) hérna norður í Evrópu. Þetta er veruleiki sem er okkur kannski fjarlægur í dag en það hefur auðvitað ekki alltaf verið þannig.“ Aðspurður hvort hann sé þá að vísa til Vetrarstríðsins og þess hversu áþreifanlegt það er víða í finnskri menningu og listum segist Anssi ekki getað tekið fyrir það. „Ég er samt svo ungur að Vetrarstríðið var fyrir mér fjarlægt. Það var hluti af veruleika ömmu og afa og jafnvel foreldra minna á einhvern hátt. Það er þarna einhvers konar áfallastreituröskun sem hefur flætt í gegnum heilu kynslóðirnar en eðlilega farið dvínandi eftir því sem lengra er frá liðið. Á hverjum sjálfstæðisdegi þá er alltaf sama Vetrarstríðskvikmyndin í sjónvarpinu og svona, þannig að þetta er enn hluti af okkur. Árið 2013 var kallað eftir verkum í tengslum við sjálfstæðisafmæli Finnlands og ég tók þátt og lagðist í rannsóknir á Vetrarstríðinu. Skoðaði hundruð þúsunda mynda frá finnska hernum sem voru settar á netið á þessum tíma og svona á einhvern hátt sogaðist ég inn í þennan veruleika. Horfði á þetta mynd eftir mynd og óhjákvæmilega þá sat eitthvað eftir. Þarna voru margar myndir af sundurtættum húsum og þessar myndir lágu áfram þarna í hausnum á mér. Þegar ég skapaði svo þetta verk árið 2016 út frá flóttamannavandanum sem var þá í brennidepli umræðunnar í Evrópu þá brutust þessar myndir fram. Tengslin urðu til og tengslin snúast einfaldlega um heimili. Þörfina fyrir heimili, réttinn á því að eiga heimili og þá staðreynd að víða í heiminum eru heimili rifin í sundur af sprengjuregni. Þessu verki er ætlað að sýna hvers vegna flóttamenn flæða um heiminn – ætlað að sýna hvaðan fólk kemur og hvers vegna.“Þetta er ekkert nýtt Anssi segir að ferðin sem flóttamenn fara hafi líka verið honum ofarlega í huga. „Ferðin sem flóttafólk leggur á sig með öllum þeim hættum og allri þeirri óvissu sem þeirra bíður. Þegar við horfum til alls þess sem fólk leggur á sig og svo til þess að það er jafnvel auðveldara fyrir mig að flytja húsarústir en fyrir fólkið að flýja í öryggi þá er það umhugsunarvert. Í ákveðnum skilningi er það auðvitað grimmilegt.“ Eftir að verkið kom fyrst fram fékk það á sig gagnrýni í Finnlandi út frá þessum punkti og eins segir Anssi að það hafi truflað suma að hann hafi ekki farið sjálfur til Sýrlands til þess að sækja rústirnar. „Ég fékk ekki vegabréfsáritun til þess að fara en ég sé heldur ekki hverju það hefði breytt. Þetta verk er ekki á nokkurn hátt um mig heldur flóttafólkið og heimili þeirra. Verkið er það sama. Og verkinu er líka ætlað að varpa ljósi á þessa hluti. Varpa ljósi á það að Evrópulöndin eiga í margháttuðum viðskiptum við þessi stríðshrjáðu svæði og það er ekki eins og þau geti staðið í sinni fjarlægð og látið eins og þetta komi þeim ekki við. Eins og þau beri enga ábyrgð.“ Anssi bendir líka á að verkinu sé ætlað að fjalla um þá staðreynd að ISIS stundi það markvisst að bæði stela og eyðileggja stórkostleg menningarverðmæti. „Ég vildi tengjast þessu og vísa til þess að þetta rán á menningarverðmætum er eitthvað sem nýlenduveldin stunduðu markvisst öldum saman. Þetta er ekkert nýtt – ekkert sem er okkur óviðkomandi og það þarf ekki annað en að fara á til dæmis British Museum til þess að sjá það.“ Viðbrögðin við verkinu voru með ýmsum hætti en Anssi segir að viðbrögðin sem verkið fékk frá flóttamannasamfélaginu í Finnlandi hafi skipt hann mestu máli. „Þetta er fólkið sem þekkir þennan veruleika af eigin raun og það tók verkinu gríðarlega vel. Það skipti mig líka miklu máli að ég fékk frábæra aðstoð frá flóttamönnum, einkum frá Írak, til þess að koma verkinu upp. Ég hefði í raun aldrei getað gert þetta án þeirra. Raddir um að þetta sé einhvers konar menningarnám skipta mig því engu máli í þessu samhengi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst ekki heldur um eitt tiltekið heimili og þess vegna kaus ég í samráði við flóttamennina sem komu að þessu með mér að halda því leyndu hvaðan rústirnar koma. Ég vildi ekki að þetta yrði persónugerð tragedía heldur að verkið hefði sem breiðasta skírskotun og ég vona að það hafi tekist. Vona að það fái fólk til þess að hugsa um þennan veruleika og láti sig hann meiru varða. Hugsi um að þetta eru ekki aðeins húsarústir heldur eitt ótal heimila sem eru sprengd í tætlur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Þegar komið er að Norræna húsinu í Reykjavík blasir við óvenjuleg sjón þessa dagana. Stórum vörubílspalli hefur verið komið fyrir á túninu framan við húsið, greinilega með talsverðri fyrirhöfn, en á pallinum eru steypugráar húsarústir. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að rústirnar eru langt að komnar eða alla leið frá hinu stríðshrjáða Sýrlandi. Þær eru hluti af sundursprengdu heimili venjulegrar fjölskyldu og hingað komnar á vegum Listahátíðar í Reykjavík í samstarfi við Rauða krossinn og Norræna húsið. Það er full ástæða til þess að hvetja alla til þess að leggja leið sína að þessu áhrifaríka listaverki sem kallast Street View (Reassembled) og er eftir finnska listamanninn Anssi Pulkinen. Húsarústirnar eru margbrotin táknmynd um missi heimilis og tala beint inn í grimman veruleika sem er okkur hér á þessu friðsæla landi í senn framandi en samt svo nálægur í smækkandi veröld.Átti að verða arkitekt Listamaðurinn Anssi Pulkinen er ungur að árum, hæglátur og viðkunnanlegur maður, sem segir að hans persónulegi bakgrunnur eigi vissulega sinn þátt í að hann hafi ákveðið að skapa þetta verk. „Ég er fæddur í Helsinki og var víst það sem kallað er innhverfur á barnsaldri. Vildi ekkert gera annað en að sitja og teikna alla daga og þó svo það væri enginn sérstakur áhugi á listum í fjölskyldunni þá naut ég þess að mamma setti mig í myndlist á meðan aðrir krakkar fóru í fótbolta eða íshokkí. Þetta leiddi mig á þessa braut listarinnar en reyndar vildu amma og afi alltaf að ég yrði arkitekt. En ég er hræddur um að húsarústirnar mínar frá Sýrlandi séu ekki alveg það sem þau sáu fyrir sér,“ segir Anssi og hlær mjúklega. „Ég valdi höggmyndalistina í listaskóla og fljótlega fór sá áhugi að snúast upp í að byggja rými frekar en hluti. Þannig að þessi tengsl við arkitektúrinn blunduðu í mér. Að auki þá hef ég líka verið að stúdera kvikmyndalist og þá getur rými verið hluti af persónunum, mótað þær og átt sinn þátt í að segja sögu. Árið 2008 var ég til að mynda með verk sem var gangur sem fólk gekk inn í. Þegar inn var komið þá var hann rétthyrndur og venjulegur en eftir því sem lengra var gengið inn eftir ganginum fór hann að krumpast, vindast og í raun falla saman í innri endann.“Anssi Pulkinen segir að myndir úr Vetrarstríðinu hafi átt sinn þátt í að hann skapaði þetta verk sem fjallar um veruleika flóttamanna.Vísir/ErnirTengslin við Vetrarstríðið Anssi segir að á þessum tíma hafi kvikmyndalistin heillað og hann ákvað því að fara að læra heimildarmyndagerð. „Húsarústirnar frá Sýrlandi eru líkast til einna skýrasta dæmið í minni list um tengsl þessara tveggja greina, mynd- og kvikmyndalistar, þar sem eðli þessa verks er að segja ákveðna sögu. Sýna viðtakendum veruleika sem annars væri þeim hulinn. Þetta er veruleiki sem er sóttur til Sýrlands og síðan settur aftur saman (reassembled) hérna norður í Evrópu. Þetta er veruleiki sem er okkur kannski fjarlægur í dag en það hefur auðvitað ekki alltaf verið þannig.“ Aðspurður hvort hann sé þá að vísa til Vetrarstríðsins og þess hversu áþreifanlegt það er víða í finnskri menningu og listum segist Anssi ekki getað tekið fyrir það. „Ég er samt svo ungur að Vetrarstríðið var fyrir mér fjarlægt. Það var hluti af veruleika ömmu og afa og jafnvel foreldra minna á einhvern hátt. Það er þarna einhvers konar áfallastreituröskun sem hefur flætt í gegnum heilu kynslóðirnar en eðlilega farið dvínandi eftir því sem lengra er frá liðið. Á hverjum sjálfstæðisdegi þá er alltaf sama Vetrarstríðskvikmyndin í sjónvarpinu og svona, þannig að þetta er enn hluti af okkur. Árið 2013 var kallað eftir verkum í tengslum við sjálfstæðisafmæli Finnlands og ég tók þátt og lagðist í rannsóknir á Vetrarstríðinu. Skoðaði hundruð þúsunda mynda frá finnska hernum sem voru settar á netið á þessum tíma og svona á einhvern hátt sogaðist ég inn í þennan veruleika. Horfði á þetta mynd eftir mynd og óhjákvæmilega þá sat eitthvað eftir. Þarna voru margar myndir af sundurtættum húsum og þessar myndir lágu áfram þarna í hausnum á mér. Þegar ég skapaði svo þetta verk árið 2016 út frá flóttamannavandanum sem var þá í brennidepli umræðunnar í Evrópu þá brutust þessar myndir fram. Tengslin urðu til og tengslin snúast einfaldlega um heimili. Þörfina fyrir heimili, réttinn á því að eiga heimili og þá staðreynd að víða í heiminum eru heimili rifin í sundur af sprengjuregni. Þessu verki er ætlað að sýna hvers vegna flóttamenn flæða um heiminn – ætlað að sýna hvaðan fólk kemur og hvers vegna.“Þetta er ekkert nýtt Anssi segir að ferðin sem flóttamenn fara hafi líka verið honum ofarlega í huga. „Ferðin sem flóttafólk leggur á sig með öllum þeim hættum og allri þeirri óvissu sem þeirra bíður. Þegar við horfum til alls þess sem fólk leggur á sig og svo til þess að það er jafnvel auðveldara fyrir mig að flytja húsarústir en fyrir fólkið að flýja í öryggi þá er það umhugsunarvert. Í ákveðnum skilningi er það auðvitað grimmilegt.“ Eftir að verkið kom fyrst fram fékk það á sig gagnrýni í Finnlandi út frá þessum punkti og eins segir Anssi að það hafi truflað suma að hann hafi ekki farið sjálfur til Sýrlands til þess að sækja rústirnar. „Ég fékk ekki vegabréfsáritun til þess að fara en ég sé heldur ekki hverju það hefði breytt. Þetta verk er ekki á nokkurn hátt um mig heldur flóttafólkið og heimili þeirra. Verkið er það sama. Og verkinu er líka ætlað að varpa ljósi á þessa hluti. Varpa ljósi á það að Evrópulöndin eiga í margháttuðum viðskiptum við þessi stríðshrjáðu svæði og það er ekki eins og þau geti staðið í sinni fjarlægð og látið eins og þetta komi þeim ekki við. Eins og þau beri enga ábyrgð.“ Anssi bendir líka á að verkinu sé ætlað að fjalla um þá staðreynd að ISIS stundi það markvisst að bæði stela og eyðileggja stórkostleg menningarverðmæti. „Ég vildi tengjast þessu og vísa til þess að þetta rán á menningarverðmætum er eitthvað sem nýlenduveldin stunduðu markvisst öldum saman. Þetta er ekkert nýtt – ekkert sem er okkur óviðkomandi og það þarf ekki annað en að fara á til dæmis British Museum til þess að sjá það.“ Viðbrögðin við verkinu voru með ýmsum hætti en Anssi segir að viðbrögðin sem verkið fékk frá flóttamannasamfélaginu í Finnlandi hafi skipt hann mestu máli. „Þetta er fólkið sem þekkir þennan veruleika af eigin raun og það tók verkinu gríðarlega vel. Það skipti mig líka miklu máli að ég fékk frábæra aðstoð frá flóttamönnum, einkum frá Írak, til þess að koma verkinu upp. Ég hefði í raun aldrei getað gert þetta án þeirra. Raddir um að þetta sé einhvers konar menningarnám skipta mig því engu máli í þessu samhengi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst ekki heldur um eitt tiltekið heimili og þess vegna kaus ég í samráði við flóttamennina sem komu að þessu með mér að halda því leyndu hvaðan rústirnar koma. Ég vildi ekki að þetta yrði persónugerð tragedía heldur að verkið hefði sem breiðasta skírskotun og ég vona að það hafi tekist. Vona að það fái fólk til þess að hugsa um þennan veruleika og láti sig hann meiru varða. Hugsi um að þetta eru ekki aðeins húsarústir heldur eitt ótal heimila sem eru sprengd í tætlur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira