Dýrmætt að sjá mannlíf kvikna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Halldór Eiríksson segir að í uppbyggingu í miðborginni reyni á næmi og skilning fyrir sögu þess hverfis sem byggt er í. Vísir/Stefán „Við erum loksins komin í það verkefni aftur að byggja borg,“ segir Halldór Eiríksson, arkitekt og aðalhönnuður Austurhafnar, nýs íbúðar- og verslunarkjarna á milli Hafnartorgs og Marriot-hótelsins við Hörpu. Halldór og samstarfsfélagar á Tark arkitektastofu hafa hannað þær byggingar sem saman mynda Austurhöfn. „Við erum rétt að stíga upp úr jörðinni núna,“ segir Halldór um gang framkvæmda en áætluð verklok eru seinni hluta árs 2019. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Það teymi arkitekta sem hefur unnið að þessu verkefni leit til vel heppnaðra borgarrýma í evrópskum borgum,“ segir hann. Það er eðlilegt þegar nýjar byggingar og hverfi rísa að um þær séu skiptar skoðanir. Það sem helst hefur verið deilt á er að útsýni til sjávar úr miðbænum verður minna, stíll bygginga sé helst til látlaus og þær séu of háar. Aðrir benda á að byggingarnar séu klassískar, þær muni stuðla að meira mannlífi við höfnina og skýla fyrir norðanáttinni. Í Austurhöfn rís 71 íbúð. Á jarðhæðum verða verslanir, veitingastaðir og kaffihús. Eftir stórbrunann í Kvosinni árið 1915 voru settar strangar reglur um byggingu húsa. Byggingu timburhúsa var að miklu leyti hætt á svæðinu. Við tóku hús úr steinsteypu. Fyrstu stórhuga byggingarframkvæmdir á svæðinu voru við Austurstræti 16 ári eftir brunann þar sem lengi var starfrækt Reykjavíkurapótek. Húsið var tilbúið 1918. Fleiri byggingar fylgdu á eftir.Halldór vísar í byggingarsöguna og telur til fleiri byggingar í nágrenninu sem setja sterkan svip á borgarbyggðina nærri höfninni. „Eimskipshúsið, Hafnarhúsið og fleiri hús. Þetta eru hús byggð í art deco stíl eða í norrænum klassískum stíl. Í hönnuninni erum við að vísa í þessa sögu þó að við vildum ekki fara alla leið í nostalgíu,“ bendir Halldór á. „Meginverkefnið er að tengja borgina við höfnina og Hörpu tónlistarhús.“ Nú eru margar háar byggingar á þessu svæði. Nýtur nægrar birtu? „Sólin kemur yfir Hafnartorg á reitinn þannig að göturýmið er ekki sólríkt fremur en aðrar götur, til dæmis Austurstræti. Það sem hefur reynst meiri vandi er norðanáttin, vindurinn. Með byggingunum sem nú rísa verður meira skjól.“ Er hugsað fyrir grænum svæðum? „Það verður grænt svæði fyrir íbúa á annarri hæð í íbúðakjarnanum. Þar mun njóta góðrar birtu. Það eru annars ekki mikil tækifæri fyrir gróðurrækt en við reynum að skýla inngarðinum. Áherslan er á mannlífið á hafnarbakkanum og á Reykjatorgi sem verður blómlegt. Þar verða veitingastaðir sem hafa tækifæri til að setja út borð þegar veður leyfir, hafnarkanturinn getur orðið mjög skemmtilegt svæði að ganga um. Sérstaklega þegar það verður komin tenging á milli bygginga og eitthvert samhengi.“Tölvuteikning af byggingunum. Verslanir og þjónusta á neðstu hæð.Halldór segir nokkuð krefjandi að vinna á þessum reit. „Það er óskaplega mikilvægt að halda í hefðina í borgarmyndinni. Menn hafa verið duglegir að gagnrýna uppbyggingu á reitnum og sumir kallað á timburhúsabyggð. Nokkuð sem er ekki í tengslum við þennan hluta borgarinnar. Slíkt væri sögufölsun og afskaplega skrýtin notkun á þessum reit. Okkur fannst húsin há og völdum að taka eina hæð ofan af okkar húsum. Að undanskildum þakbar hótelsins nyrst á reitnum. Okkur fannst það betri lausn. Það þarf að gæta vel að jafnvæginu og menn þurfa að fara varlega í uppbyggingu í miðborginni. Ég get nefnt sem dæmi uppbyggingu við Lækjargötu og inn í gömlu Reykjavík og timburhúsabyggðina þar. Þar reynir virkilega á að menn, bæði á skipulagsstigi og framkvæmdastigi, sýni næmi og skilning fyrir sögu hverfisins. Það er mikil umferð fólks að Hörpu tónlistarhúsi. Við þekkjum langa og þjáningarfulla sögu hússins en gleðjumst núna yfir gæðum þess sem tónlistarhúss. Hörpu hefur einnig tekist að verða það kennileiti sem hún átti að verða. Menn geta fjargviðrast yfir kostnaði. Yfir ryðblettum og viðhaldi en í þessum stóra skilningi þá er þetta óskaplega vel heppnað mannvirki fyrir Reykjavík sem styður við tónlistarlíf borgarinnar. Það verður spennandi þegar ráðstefnuhótelið kemur sem átti að vera hluti af heildarverkinu og styðja við starfsemi Hörpu. Og það verður dýrmætt að sjá mannlífið kvikna, púslið klárast og þennan hluta borgarinnar virkjast.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Sjá meira
„Við erum loksins komin í það verkefni aftur að byggja borg,“ segir Halldór Eiríksson, arkitekt og aðalhönnuður Austurhafnar, nýs íbúðar- og verslunarkjarna á milli Hafnartorgs og Marriot-hótelsins við Hörpu. Halldór og samstarfsfélagar á Tark arkitektastofu hafa hannað þær byggingar sem saman mynda Austurhöfn. „Við erum rétt að stíga upp úr jörðinni núna,“ segir Halldór um gang framkvæmda en áætluð verklok eru seinni hluta árs 2019. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Það teymi arkitekta sem hefur unnið að þessu verkefni leit til vel heppnaðra borgarrýma í evrópskum borgum,“ segir hann. Það er eðlilegt þegar nýjar byggingar og hverfi rísa að um þær séu skiptar skoðanir. Það sem helst hefur verið deilt á er að útsýni til sjávar úr miðbænum verður minna, stíll bygginga sé helst til látlaus og þær séu of háar. Aðrir benda á að byggingarnar séu klassískar, þær muni stuðla að meira mannlífi við höfnina og skýla fyrir norðanáttinni. Í Austurhöfn rís 71 íbúð. Á jarðhæðum verða verslanir, veitingastaðir og kaffihús. Eftir stórbrunann í Kvosinni árið 1915 voru settar strangar reglur um byggingu húsa. Byggingu timburhúsa var að miklu leyti hætt á svæðinu. Við tóku hús úr steinsteypu. Fyrstu stórhuga byggingarframkvæmdir á svæðinu voru við Austurstræti 16 ári eftir brunann þar sem lengi var starfrækt Reykjavíkurapótek. Húsið var tilbúið 1918. Fleiri byggingar fylgdu á eftir.Halldór vísar í byggingarsöguna og telur til fleiri byggingar í nágrenninu sem setja sterkan svip á borgarbyggðina nærri höfninni. „Eimskipshúsið, Hafnarhúsið og fleiri hús. Þetta eru hús byggð í art deco stíl eða í norrænum klassískum stíl. Í hönnuninni erum við að vísa í þessa sögu þó að við vildum ekki fara alla leið í nostalgíu,“ bendir Halldór á. „Meginverkefnið er að tengja borgina við höfnina og Hörpu tónlistarhús.“ Nú eru margar háar byggingar á þessu svæði. Nýtur nægrar birtu? „Sólin kemur yfir Hafnartorg á reitinn þannig að göturýmið er ekki sólríkt fremur en aðrar götur, til dæmis Austurstræti. Það sem hefur reynst meiri vandi er norðanáttin, vindurinn. Með byggingunum sem nú rísa verður meira skjól.“ Er hugsað fyrir grænum svæðum? „Það verður grænt svæði fyrir íbúa á annarri hæð í íbúðakjarnanum. Þar mun njóta góðrar birtu. Það eru annars ekki mikil tækifæri fyrir gróðurrækt en við reynum að skýla inngarðinum. Áherslan er á mannlífið á hafnarbakkanum og á Reykjatorgi sem verður blómlegt. Þar verða veitingastaðir sem hafa tækifæri til að setja út borð þegar veður leyfir, hafnarkanturinn getur orðið mjög skemmtilegt svæði að ganga um. Sérstaklega þegar það verður komin tenging á milli bygginga og eitthvert samhengi.“Tölvuteikning af byggingunum. Verslanir og þjónusta á neðstu hæð.Halldór segir nokkuð krefjandi að vinna á þessum reit. „Það er óskaplega mikilvægt að halda í hefðina í borgarmyndinni. Menn hafa verið duglegir að gagnrýna uppbyggingu á reitnum og sumir kallað á timburhúsabyggð. Nokkuð sem er ekki í tengslum við þennan hluta borgarinnar. Slíkt væri sögufölsun og afskaplega skrýtin notkun á þessum reit. Okkur fannst húsin há og völdum að taka eina hæð ofan af okkar húsum. Að undanskildum þakbar hótelsins nyrst á reitnum. Okkur fannst það betri lausn. Það þarf að gæta vel að jafnvæginu og menn þurfa að fara varlega í uppbyggingu í miðborginni. Ég get nefnt sem dæmi uppbyggingu við Lækjargötu og inn í gömlu Reykjavík og timburhúsabyggðina þar. Þar reynir virkilega á að menn, bæði á skipulagsstigi og framkvæmdastigi, sýni næmi og skilning fyrir sögu hverfisins. Það er mikil umferð fólks að Hörpu tónlistarhúsi. Við þekkjum langa og þjáningarfulla sögu hússins en gleðjumst núna yfir gæðum þess sem tónlistarhúss. Hörpu hefur einnig tekist að verða það kennileiti sem hún átti að verða. Menn geta fjargviðrast yfir kostnaði. Yfir ryðblettum og viðhaldi en í þessum stóra skilningi þá er þetta óskaplega vel heppnað mannvirki fyrir Reykjavík sem styður við tónlistarlíf borgarinnar. Það verður spennandi þegar ráðstefnuhótelið kemur sem átti að vera hluti af heildarverkinu og styðja við starfsemi Hörpu. Og það verður dýrmætt að sjá mannlífið kvikna, púslið klárast og þennan hluta borgarinnar virkjast.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Sjá meira