Bjargið Íslendingi Ásgeir R. Helgason skrifar 30. maí 2018 07:00 Loksins er veturinn liðinn og flest hlökkum við til að sjá meira af Sólinni. Hún er uppspretta alls lífs og 15-20 mínútna sólbað hefur góð áhrif á sálarlífið og hleður okkur upp af lífsnauðsynlegu D-vítamíni.Sólbit Flestir vita að það ber að varast sólina milli klukkan 11.00-15.00, sérstaklega á suðlægum slóðum. Þá er best að sitja í skugga. Heimamaður á lítilli eyju á suðlægum slóðum gaf sig á tal við þann sem þetta skrifar fyrir mörgum árum. „Hvers vegna vegna situr þú ekki í skugganum, ungi maður?“ Ég svaraði: „Sólin er sterkust núna og ég ætla bara að sóla stutt og svo ekkert meira í dag.“ Maðurinn horfði á mig og hristi höfuðið. „Færðu þig í skuggann, vinur. Sólin bítur á þessum tíma dags.“ Sólvit Það er ekki óalgengt að fólk (ekki síst karlfólk) sem býr á norðlægum slóðum hugsi eins og ég gerði þarna um árið. Danska krabbameinsfélagið gerir stólpagrín að þessari hegðun í herferð þar sem innfæddir sólarlandabúar eru hvattir til að „bjarga Dana“ (e. help a Dane). Þessi gálgahúmor hefur grafalvarlegan undirtón, forvörn gegn húðkrabbameini. Það er beinlínis hættulegt að steikja sig í stuttan tíma, þegar sólin er sem sterkust og nota morgnana til að geta sofið út og eftirmiðdagana í eitthvað annað. Sólvörn Verið aldrei í sólinni án þess að nota sólvarnaráburð með sólvarnarstuðli 30 (SPF30), eða hærri ef húðin er mjög hvít. Notið sólgleraugu sem verja augun fyrir svokölluðum UVR-geislum. Notið sólvarnaráburð og sólgleraugu, jafnvel þó þið sitjið í skugga. Skugginn ver okkur ekki fyrir endurvarpi geisla frá vatni eða ljósum sandi. Berið á ykkur sólvarnaráburð með 2-3 tíma millibili. Notið líka léttan klæðnað og höfuðföt og sterkari sólvörn á viðkvæm svæði eins og varir, eyru og nef. Notið aldrei sólvarnaráburð sem aðalvörn til að geta verið sem lengst í sólinni. Sólvarnaráburðurinn ver okkur ekki fyrir vissum hættulegum geislum sólarinnar þó hann komi í veg fyrir sólbruna. Ljósabekkir Sumir halda að þeir geti undirbúið húðina fyrir sólböðin með því að fara nokkrum sinnum í ljósabekki áður en farið er í sólina. Þetta er rangt. Það ver ekki húðina fyrir skaðlegum sólargeislum þó hún sé brún eftir ljósabekkjanotkun. Sólskinsbörn Það er afar mikilvægt að verja börnin okkar fyrir skaðlegum bruna. Berum vel og reglulega á þau sterkan sólvarnaráburð. Haldið þeim í skugga milli 11.00-15.00 og klæðið þau í létt hlífðarföt. Börn sem eru 6 mánaða og yngri eiga alltaf að vera í skugga.Höfundur er dósent í sálfræði, lektor í lýðheilsuvísindum og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Loksins er veturinn liðinn og flest hlökkum við til að sjá meira af Sólinni. Hún er uppspretta alls lífs og 15-20 mínútna sólbað hefur góð áhrif á sálarlífið og hleður okkur upp af lífsnauðsynlegu D-vítamíni.Sólbit Flestir vita að það ber að varast sólina milli klukkan 11.00-15.00, sérstaklega á suðlægum slóðum. Þá er best að sitja í skugga. Heimamaður á lítilli eyju á suðlægum slóðum gaf sig á tal við þann sem þetta skrifar fyrir mörgum árum. „Hvers vegna vegna situr þú ekki í skugganum, ungi maður?“ Ég svaraði: „Sólin er sterkust núna og ég ætla bara að sóla stutt og svo ekkert meira í dag.“ Maðurinn horfði á mig og hristi höfuðið. „Færðu þig í skuggann, vinur. Sólin bítur á þessum tíma dags.“ Sólvit Það er ekki óalgengt að fólk (ekki síst karlfólk) sem býr á norðlægum slóðum hugsi eins og ég gerði þarna um árið. Danska krabbameinsfélagið gerir stólpagrín að þessari hegðun í herferð þar sem innfæddir sólarlandabúar eru hvattir til að „bjarga Dana“ (e. help a Dane). Þessi gálgahúmor hefur grafalvarlegan undirtón, forvörn gegn húðkrabbameini. Það er beinlínis hættulegt að steikja sig í stuttan tíma, þegar sólin er sem sterkust og nota morgnana til að geta sofið út og eftirmiðdagana í eitthvað annað. Sólvörn Verið aldrei í sólinni án þess að nota sólvarnaráburð með sólvarnarstuðli 30 (SPF30), eða hærri ef húðin er mjög hvít. Notið sólgleraugu sem verja augun fyrir svokölluðum UVR-geislum. Notið sólvarnaráburð og sólgleraugu, jafnvel þó þið sitjið í skugga. Skugginn ver okkur ekki fyrir endurvarpi geisla frá vatni eða ljósum sandi. Berið á ykkur sólvarnaráburð með 2-3 tíma millibili. Notið líka léttan klæðnað og höfuðföt og sterkari sólvörn á viðkvæm svæði eins og varir, eyru og nef. Notið aldrei sólvarnaráburð sem aðalvörn til að geta verið sem lengst í sólinni. Sólvarnaráburðurinn ver okkur ekki fyrir vissum hættulegum geislum sólarinnar þó hann komi í veg fyrir sólbruna. Ljósabekkir Sumir halda að þeir geti undirbúið húðina fyrir sólböðin með því að fara nokkrum sinnum í ljósabekki áður en farið er í sólina. Þetta er rangt. Það ver ekki húðina fyrir skaðlegum sólargeislum þó hún sé brún eftir ljósabekkjanotkun. Sólskinsbörn Það er afar mikilvægt að verja börnin okkar fyrir skaðlegum bruna. Berum vel og reglulega á þau sterkan sólvarnaráburð. Haldið þeim í skugga milli 11.00-15.00 og klæðið þau í létt hlífðarföt. Börn sem eru 6 mánaða og yngri eiga alltaf að vera í skugga.Höfundur er dósent í sálfræði, lektor í lýðheilsuvísindum og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun