Erlent

Umfangsmesta ólöglega skógarhögg í sögu Evrópu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Talið er að gengið hafi stundað ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum síðan 2011
Talið er að gengið hafi stundað ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum síðan 2011 Vísir/Getty
Rúmenskar öryggissveitir hafa stöðvað glæpagengi sem þénaði meira en þrjá milljarða króna á ári með ólöglegu skógarhöggi. Þetta er talið vera umfangsmesta ólöglega skógarhögg í sögu Evrópu.

Húsleit var gerð á 23 stöðum samtímis, meðal annars á skrifstofum austurríska timburfyrirtækisins Schweighofer Holzindustrie í Rúmeníu. Yfirvöld segja að nokkur fyrirtæki hafi haft það hlutverk að koma timbrinu í verð og falsa upprunavottorð. Glæpamenn hafi meðal annars mútað þjóðgarðsvörðum og timbursölum í þeim tilgangi.



Skógarhöggið ólöglega fór fram í Karpatafjöllum þar sem er að finna eitt stærsta ósnortna skóglendi Evrópu. Umhverfisverndarsinnar hafa lengi haft áhyggjur af þessu svæði og þrjú ár eru síðan vísbendingar fundust um að tré frá Karpatafjöllum væru seld í timbur til Austurríkis. Talið er að þessi ólöglega starfsemi hafi staðið í minnst sjö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×