Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2018 23:47 Peterson hefur meðal annars vakið athygli fyrir að þvertaka fyrir að nota persónufornöfn sem intersexfólk kýs að nota um sig. Vísir/Getty Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn. Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn.
Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59