Húsfélagið lét fjarlægja mynd af borgarstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Gamall þjálfari Dags er eigandi hússins við Miklubraut. Vísir/ernir Auglýsingar Samfylkingarinnar í gluggum húss á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar voru fjarlægðar eftir að kvörtun vegna þeirra barst frá íbúa í húsinu. Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í rýminu þar sem auglýsingarnar voru á gluggum. Í húsnæðinu var áður blómabúð en sú hvarf þaðan fyrir nokkrum árum. Auglýsing frá Samfylkingunni var sett á gluggana fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var það gert að nýju fyrir kosningarnar nú. Andlit borgarstjórans Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingarnar auk slagorðsins að Miklabraut yrði sett í stokk. Auglýsingarnar voru teknar niður um helgina. „Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“ segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins. Jón segir að auglýsingin hafi fengið að hanga óáreitt fyrir síðustu kosningar og því hafi hann gert ráð fyrir að svo yrði aftur nú. Athugasemd hafi hins vegar borist frá nágranna og var auglýsingin því tekin niður til að forðast læti.Ragna Sigurðardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.„Þarna á bakvið eru stúdíóíbúðir. Þær fást auðvitað ekki samþykktar og ég borga því af þessu eins og um fyrirtæki sé að ræða,“ segir Jón. Aðspurður hvort leigjendur íbúðanna hafi verið samþykkir auglýsingunni segir Jón að þeim hafi verið alveg sama um það. Íbúar voru ekki heimavið þegar Fréttablaðið bar að garði til að leita viðbragða hjá þeim. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni vegna málsins en ekki náðist í hann. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar. „Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“ segir Ragna. Að sögn Rögnu voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk fregnir af því að deilur stæðu um auglýsingarnar innan húsfélagsins. „Það er ekki okkar hlutverk að kynda undir deilum í húsfélaginu,“ segir Ragna. Aðspurð um hvort Samfylkingin hafi kannað hug íbúa stúdíóíbúðanna áður en auglýsingunum var komið fyrir segir hún að þau hafi verið í góðri trú og ekki vitað að þar byggi fólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Sjá meira
Auglýsingar Samfylkingarinnar í gluggum húss á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar voru fjarlægðar eftir að kvörtun vegna þeirra barst frá íbúa í húsinu. Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í rýminu þar sem auglýsingarnar voru á gluggum. Í húsnæðinu var áður blómabúð en sú hvarf þaðan fyrir nokkrum árum. Auglýsing frá Samfylkingunni var sett á gluggana fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var það gert að nýju fyrir kosningarnar nú. Andlit borgarstjórans Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingarnar auk slagorðsins að Miklabraut yrði sett í stokk. Auglýsingarnar voru teknar niður um helgina. „Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“ segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins. Jón segir að auglýsingin hafi fengið að hanga óáreitt fyrir síðustu kosningar og því hafi hann gert ráð fyrir að svo yrði aftur nú. Athugasemd hafi hins vegar borist frá nágranna og var auglýsingin því tekin niður til að forðast læti.Ragna Sigurðardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.„Þarna á bakvið eru stúdíóíbúðir. Þær fást auðvitað ekki samþykktar og ég borga því af þessu eins og um fyrirtæki sé að ræða,“ segir Jón. Aðspurður hvort leigjendur íbúðanna hafi verið samþykkir auglýsingunni segir Jón að þeim hafi verið alveg sama um það. Íbúar voru ekki heimavið þegar Fréttablaðið bar að garði til að leita viðbragða hjá þeim. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni vegna málsins en ekki náðist í hann. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar. „Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“ segir Ragna. Að sögn Rögnu voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk fregnir af því að deilur stæðu um auglýsingarnar innan húsfélagsins. „Það er ekki okkar hlutverk að kynda undir deilum í húsfélaginu,“ segir Ragna. Aðspurð um hvort Samfylkingin hafi kannað hug íbúa stúdíóíbúðanna áður en auglýsingunum var komið fyrir segir hún að þau hafi verið í góðri trú og ekki vitað að þar byggi fólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Sjá meira