Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 22. maí 2018 12:01 Maduro tók ekki við mjög góðu búi en lengi getur vont versnað Vísir/EPA Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. Nicolás Maduro hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við embætti forseta Venesúela árið 2013. Hann hafði þá verið lærisveinn Hugo Chavez um nokkurn tíma en tók við hagkerfi sem riðaði til falls. Maduro reyndi að viðhalda stefnu Chavez, sem byggði á sósíalisma en var mjög háð olíuútflutningi. Lágt olíuverð var meðal þess sem lagði hagkerfið endanlega í rúst og ekki sér fyrir enda efnahagshremminga í Venesúela. Þrátt fyrir þær, og þrátt fyrir mikla ólgu í landinu, sóttist Maduro eftir endurkjöri í kosningum sem fóru fram í fyrradag. Stjórnarandstaðan hvatti almenning til að sitja heima og kjörsókn var umtalsvert minni en í síðustu kosningum. Maduro sigraði þó örugglega með tæp sjötíu prósent atkvæða. Bandaríkjastjórn fordæmir kosningarnar, segir brögð hafa verið í tafli og hefur sett nýjar viðskiptaþvinganir á bæði einstaklinga og fyrirtæki í Venesúela vegna þessa. Þá hafa fjórtán ríki, þar á meðal Argentína, Brasilía og Kanada, kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla skorti á lýðræði í landinu. Leiðtogar Rússlands, Kúbu og Kína hafa hins vegar óskað Maduro til hamingju með endurkjörið og hvatt alþjóðasamfélagið til að virða úrslit kosninganna. Kúba Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. Nicolás Maduro hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við embætti forseta Venesúela árið 2013. Hann hafði þá verið lærisveinn Hugo Chavez um nokkurn tíma en tók við hagkerfi sem riðaði til falls. Maduro reyndi að viðhalda stefnu Chavez, sem byggði á sósíalisma en var mjög háð olíuútflutningi. Lágt olíuverð var meðal þess sem lagði hagkerfið endanlega í rúst og ekki sér fyrir enda efnahagshremminga í Venesúela. Þrátt fyrir þær, og þrátt fyrir mikla ólgu í landinu, sóttist Maduro eftir endurkjöri í kosningum sem fóru fram í fyrradag. Stjórnarandstaðan hvatti almenning til að sitja heima og kjörsókn var umtalsvert minni en í síðustu kosningum. Maduro sigraði þó örugglega með tæp sjötíu prósent atkvæða. Bandaríkjastjórn fordæmir kosningarnar, segir brögð hafa verið í tafli og hefur sett nýjar viðskiptaþvinganir á bæði einstaklinga og fyrirtæki í Venesúela vegna þessa. Þá hafa fjórtán ríki, þar á meðal Argentína, Brasilía og Kanada, kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla skorti á lýðræði í landinu. Leiðtogar Rússlands, Kúbu og Kína hafa hins vegar óskað Maduro til hamingju með endurkjörið og hvatt alþjóðasamfélagið til að virða úrslit kosninganna.
Kúba Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50