Sport

Fyrrum heimsmeistari sakar sundþjálfara um kynferðislegt ofbeldi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ariana Kukors Smith.
Ariana Kukors Smith. vísir/getty
Sundkonan fyrrverandi, Ariana Kukors Smith, er farin í mál við bandaríska sundsambandið fyrir að verja þjálfara sem braut á henni kynferðislega.

Kukors Smith greindi frá því fyrr á árinu að sundþjálfarinn Sean Hutchison hefði byrjað að brjóta á henni þegar hún var aðeins 13 ára gömul.

Hún segir að bandaríska sundsambandið hafi verið fullmeðvitað um misnotkunina en hafi ákveðið að vernda þjálfarann í stað þess að gera eitthvað í málinu.

Á endanum steig aðalandsliðsþjálfarinn fram og ræddi málið við sundsambandið en það hafði engan áhuga á að gera neitt í málinu. Þá var sundkonan orðin 16 ára.

Kukors Smith vann til fjölda verðlauna á stórmótum. Hún varð meðal annars heimsmeistari og átti heimsmet í einni grein um tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×