Gjaldskrárhækkanir mæti kostnaði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 20:15 Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira