Segir lóðina í gíslingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Stór jörð sem eigandinn fær ekki að breyta í íbúabyggð. Vísir/ernir Eigandi jarðarinnar Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á því að bæjaryfirvöld synji honum um að reisa íbúabyggð á lóðinni. Hann segir bæjaryfirvöld meðal annars bera fyrir sig vilja fyrri eiganda, manns sem lést árið 2009, um að lóðin skyldi haldast óbyggð og gróðurinn sem fyrri eigandi hafði lagt sál sína í að rækta varðveittur. Lögmaður núverandi eiganda segir þennan vilja hvergi koma fram í opinberum gögnum, kvöðum á eigninni, erfðaskrá hins látna né annars staðar. Svo virðist sem einhvers konar munnlegt samkomulag haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun bæjarins um að synja eigandanum um deiliskipulag á lóðinni hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Árni Helgason, lögmaður.Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fermetra hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en arfleiddi ýmis samtök að jörðinni þegar hann lést í apríl 2009. Nýir eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að selja hana og keypti félagið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, fasteignina og lóðaréttindin árið 2011. Árni Helgason, lögmaður Dalsness ehf., segir að hvergi í söluferli eignarinnar hafi komið fram að kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjaryfirvalda til þess að skipulögð verði íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á lóðinni valdi miklum vonbrigðum, enda verulegur skortur á húsnæði fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf verið að kalla eftir því hjá bænum hvar jörðin var sett í þessi álög um aldur og ævi en það hefur aldrei komið í ljós þrátt fyrir að það hafi litað afstöðu bæjarins í málinu,“ segir Árni og bendir á að allt um kring séu áþekkar lóðir sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi eitthvað að breytast. „Þetta er einkalóð í dag og það væri heiðarlegra ef bærinn keypti þetta þá og breytti í grænt svæði. En það hefur ekki verið neinn vilji í þá átt heldur.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þó í samtali við Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir þeim möguleika að bærinn kaupi jörðina aftur, berist tilboð um slíkt, enda minnugur hugmyndar fyrri eiganda um að jörðin standi óröskuð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að svæðið verði grænt en ekki undirlagt þéttri íbúabyggð. „Við leggjum mikið upp úr því að halda í græn svæði og þarna er skógrækt og mikil saga á bak við. Það skiptir máli að mínu mati. Að ekki sé byggt út í allar línur.“ Nýjar hugmyndir Dalsness um jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í gær. Þar er leitað álits á því að húsið á jörðinni verði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Slíkt myndi falla innan núverandi skipulagsheimilda. Árni spyr sig þó hvort það sé virkilega það sem menn vilji, fyrst Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúabyggð á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Eigandi jarðarinnar Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á því að bæjaryfirvöld synji honum um að reisa íbúabyggð á lóðinni. Hann segir bæjaryfirvöld meðal annars bera fyrir sig vilja fyrri eiganda, manns sem lést árið 2009, um að lóðin skyldi haldast óbyggð og gróðurinn sem fyrri eigandi hafði lagt sál sína í að rækta varðveittur. Lögmaður núverandi eiganda segir þennan vilja hvergi koma fram í opinberum gögnum, kvöðum á eigninni, erfðaskrá hins látna né annars staðar. Svo virðist sem einhvers konar munnlegt samkomulag haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun bæjarins um að synja eigandanum um deiliskipulag á lóðinni hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Árni Helgason, lögmaður.Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fermetra hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en arfleiddi ýmis samtök að jörðinni þegar hann lést í apríl 2009. Nýir eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að selja hana og keypti félagið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, fasteignina og lóðaréttindin árið 2011. Árni Helgason, lögmaður Dalsness ehf., segir að hvergi í söluferli eignarinnar hafi komið fram að kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjaryfirvalda til þess að skipulögð verði íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á lóðinni valdi miklum vonbrigðum, enda verulegur skortur á húsnæði fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf verið að kalla eftir því hjá bænum hvar jörðin var sett í þessi álög um aldur og ævi en það hefur aldrei komið í ljós þrátt fyrir að það hafi litað afstöðu bæjarins í málinu,“ segir Árni og bendir á að allt um kring séu áþekkar lóðir sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi eitthvað að breytast. „Þetta er einkalóð í dag og það væri heiðarlegra ef bærinn keypti þetta þá og breytti í grænt svæði. En það hefur ekki verið neinn vilji í þá átt heldur.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þó í samtali við Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir þeim möguleika að bærinn kaupi jörðina aftur, berist tilboð um slíkt, enda minnugur hugmyndar fyrri eiganda um að jörðin standi óröskuð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að svæðið verði grænt en ekki undirlagt þéttri íbúabyggð. „Við leggjum mikið upp úr því að halda í græn svæði og þarna er skógrækt og mikil saga á bak við. Það skiptir máli að mínu mati. Að ekki sé byggt út í allar línur.“ Nýjar hugmyndir Dalsness um jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í gær. Þar er leitað álits á því að húsið á jörðinni verði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Slíkt myndi falla innan núverandi skipulagsheimilda. Árni spyr sig þó hvort það sé virkilega það sem menn vilji, fyrst Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúabyggð á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira