Oddvitaáskorunin: „Stolt af okkar heimabyggð“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 11:00 Ágúst Sigurðsson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ágúst Sigurðsson leiðir D-listann í Rangárþingi ytra í sveitarstjórnarkosningunum. Á D – listanum í Rangárþingi ytra er áhugasamt og glaðbeitt fólk sem vill veg sveitarfélagsins sem mestan og er tilbúið að stýra sveitarfélaginu næstu árin. D – listinn hefur verið í meirihluta á þessu kjörtímabili og við leggjum verk okkar stolt í dóm kjósenda 26. maí. Við höfum lagt okkur fram við að marka skýra og metnaðarfulla stefnu fyrir sveitarfélagið okkar og erum harðákveðin í að hrinda henni í framkvæmd fáum við til þess umboð. Efst á óskalista sérhvers manns er að eiga sér gott líf. Líf þar sem hamingja og heilbrigði eru grunnurinn. Það er meginstef okkar stefnu. Við höfum náð mjög góðum árangri í rekstri sveitarfélagsins okkar undanfarin ár og margt hefur tekist vel en verkefnin eru auðvitað fleiri og margt er ógert. Mikilvægustu málefni sveitarfélaga eru af svipuðum toga allsstaðar. Verkefnin snúa að nærumhverfi og þjónustu við íbúana þar sem mennta- og uppeldsmál eru nær undantekningarlaust stærsti málaflokkurinn. Við ætlum að sýna fyrirhyggju í fjármálum, við ætlum að ganga glöð til starfa og vanda okkur og við ætlum að láta verkin tala. Við erum staðráðin í því að gera lífið betra í okkar sveitarfélagi. Við erum stolt af okkar heimabyggð - Rangárþingi ytra – og ætlum að tala hennar máli allsstaðar. Þannig er það nú bara. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Það er útsýnið af Gammabrekku í Odda – þar er fegurðin ein og þar má líta eitt magnaðasta sögusvið Íslands.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)Fyrir utan Rangárþing ytra þá væri það klárlega í nágrannasveitarfélögunum -Ásahreppi eða Rangárþingi eystra. Hamingjan er hér.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Það er góður og hollur heimilismatur af öllum gerðum.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?Svokallaðan pabbapottrétt – gríðarlega flókinn og margslunginn rétt.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?Það er lagið Grínverjinn með söngvaranum Þórhalli.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá?Það var þegar ég lenti í vandræðunum þarna um árið. Draumaferðalagið?Það er næsta ferð sem farin verður – um Suður-Afríku með Unni minni.Trúir þú á líf eftir dauðann?Nei – bara líf fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?Ég er ekkert sérstaklega hrekkjóttur.Hundar eða kettir?Hundar eru miklir vinir mínir – kettir minna þó nauðsynlegir séu. Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?Það hefur alla tíð verið hið óborganlega meistarastykki Miss Doubtfire.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd?Óskandi væri að fá Clint Eastwood, annars bara einhver sem er á lausu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?Þó að ég hafi lúmskt gaman af ættfræði þá er ég ekki viss.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?Já – en náði að snúa mig út úr því.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga – hún er að gera góða hluti.Uppáhalds bókin?Sú sem er á náttborðinu hverju sinni – núna er það nýútgefð ritgerðasafn húmoristans mikla Laxness.Ágúst og meðframbjóðendur hans.Uppáhalds föstudagsdrykkur?Pepsi Max með klökum og sítrónu.Uppáhalds þynnkumatur?Þunnildi.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?Menning.Hefur þú pissað í sundlaug?Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn?Freddy Mercury að syngja eitthvað lag – t.d. The show must go on.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga?Já já – sitthvað smávægilegt – en ekkert sem ekki má laga.Á að banna flugelda?Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?Ég var nú alltaf hafður frammi á hægri kanti og látinn hlaupa úr mér lungun og ég væri náttúrulega bara Jón Daði að sjálfsögðu.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ágúst Sigurðsson leiðir D-listann í Rangárþingi ytra í sveitarstjórnarkosningunum. Á D – listanum í Rangárþingi ytra er áhugasamt og glaðbeitt fólk sem vill veg sveitarfélagsins sem mestan og er tilbúið að stýra sveitarfélaginu næstu árin. D – listinn hefur verið í meirihluta á þessu kjörtímabili og við leggjum verk okkar stolt í dóm kjósenda 26. maí. Við höfum lagt okkur fram við að marka skýra og metnaðarfulla stefnu fyrir sveitarfélagið okkar og erum harðákveðin í að hrinda henni í framkvæmd fáum við til þess umboð. Efst á óskalista sérhvers manns er að eiga sér gott líf. Líf þar sem hamingja og heilbrigði eru grunnurinn. Það er meginstef okkar stefnu. Við höfum náð mjög góðum árangri í rekstri sveitarfélagsins okkar undanfarin ár og margt hefur tekist vel en verkefnin eru auðvitað fleiri og margt er ógert. Mikilvægustu málefni sveitarfélaga eru af svipuðum toga allsstaðar. Verkefnin snúa að nærumhverfi og þjónustu við íbúana þar sem mennta- og uppeldsmál eru nær undantekningarlaust stærsti málaflokkurinn. Við ætlum að sýna fyrirhyggju í fjármálum, við ætlum að ganga glöð til starfa og vanda okkur og við ætlum að láta verkin tala. Við erum staðráðin í því að gera lífið betra í okkar sveitarfélagi. Við erum stolt af okkar heimabyggð - Rangárþingi ytra – og ætlum að tala hennar máli allsstaðar. Þannig er það nú bara. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Það er útsýnið af Gammabrekku í Odda – þar er fegurðin ein og þar má líta eitt magnaðasta sögusvið Íslands.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)Fyrir utan Rangárþing ytra þá væri það klárlega í nágrannasveitarfélögunum -Ásahreppi eða Rangárþingi eystra. Hamingjan er hér.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Það er góður og hollur heimilismatur af öllum gerðum.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?Svokallaðan pabbapottrétt – gríðarlega flókinn og margslunginn rétt.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?Það er lagið Grínverjinn með söngvaranum Þórhalli.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá?Það var þegar ég lenti í vandræðunum þarna um árið. Draumaferðalagið?Það er næsta ferð sem farin verður – um Suður-Afríku með Unni minni.Trúir þú á líf eftir dauðann?Nei – bara líf fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?Ég er ekkert sérstaklega hrekkjóttur.Hundar eða kettir?Hundar eru miklir vinir mínir – kettir minna þó nauðsynlegir séu. Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?Það hefur alla tíð verið hið óborganlega meistarastykki Miss Doubtfire.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd?Óskandi væri að fá Clint Eastwood, annars bara einhver sem er á lausu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?Þó að ég hafi lúmskt gaman af ættfræði þá er ég ekki viss.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?Já – en náði að snúa mig út úr því.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga – hún er að gera góða hluti.Uppáhalds bókin?Sú sem er á náttborðinu hverju sinni – núna er það nýútgefð ritgerðasafn húmoristans mikla Laxness.Ágúst og meðframbjóðendur hans.Uppáhalds föstudagsdrykkur?Pepsi Max með klökum og sítrónu.Uppáhalds þynnkumatur?Þunnildi.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?Menning.Hefur þú pissað í sundlaug?Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn?Freddy Mercury að syngja eitthvað lag – t.d. The show must go on.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga?Já já – sitthvað smávægilegt – en ekkert sem ekki má laga.Á að banna flugelda?Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?Ég var nú alltaf hafður frammi á hægri kanti og látinn hlaupa úr mér lungun og ég væri náttúrulega bara Jón Daði að sjálfsögðu.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira