Oddvitaáskorunin: Fór með rangt barn í afmæli Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 17:00 Líf og meðframbjóðendur hennar Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Líf Magneudóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Líf er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Hún vann um tíma við það að steikja hamborgara og selja lakkrís í dönsku ferðatívolíi. Hún getur farið með einleiki úr Machbeth og er yfir meðaltalskonu á Íslandi í barneignum. Líf er með pungaprófið, kann að skjóta úr haglabyssu og hún getur líka næstum því staðið á höndum. Líf kýs Vinstri græn í kosningunum 26. maí því það er eini flokkurinn sem talar um raunverulegt frelsi fólks og náttúru.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ægisíðan, Skagafjörðurinn og Drangey í ljósaskiptunum. Öll bæjarstæði við hafið finnast mér reyndar falleg.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ísafjörður hefur allt upp á að bjóða. Fallega náttúru, gott menningarlíf, útivist, barnvænt samfélag og gott fólk.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt sem Snorri gerir sem inniheldur hvítlauk, sítrónur, kóríander, pipar, tómatpúrru, engifer og kaffi. (Snorri er sambýlismaki minn.)Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Spaghettí með kjötsósu og svo geri ég besta popp í heimi. Ekki mjög flókið enda þarf ég ekki að hugsa um eldamennskuna á heimilinu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Colors með Ice T. Ég kann það líka utan að og get sungið með tilþrifum.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég fór með vitlaust barn í barnaafmæli (á sko fjögur). Því var reyndar vel tekið og barninu boðið að vera bara með í veisluhöldunum. Eftir smá samráð ákváðum við að afþakka og fara frekar á kaffihús og fá okkur kakó. Draumaferðalagið? Að sigla skútu um heiminn, yfir m.a. Kyrra- og Miðjarðarhafið og fara til Galápagos, Páskaeyja, Tonga og Filippseyja. Mig hefur alltaf langað til að sjá steinhöfuðin á Páskaeyjum og alvöru dreka á Galápagos. Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég veit að lífið heldur áfram eftir að við erum dauð en ég trúi því ekki að maður fái annan séns eftir dauðann. Þess vegna þurfum við að lifa vel núna og muna að njóta.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Óteljandi hrekkir en sá nýlegasti var líklega þegar ég hengdi öskupoka á borgarstjóra og hann gekk um allt og fór á alls konar fundi og vissi ekki neitt. Á meira að segja mynd af því.Hundar eða kettir? Ég er því miður með ofnæmi fyrir bæði köttum og hundum en við mamma áttum ketti í tíu ár. Og líklega ætti ég kött ef ekki væri fyrir næmi mitt.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Expendables. Engar ástarsenur, „one-liners“ og kallar á eftirlaunum með byssur. Getur ekki klikkað.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm. Þetta yrði auðvitað Óskarsmynd.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Af því ég hef ekki horft á þættina þá fór ég og tók próf á netinu. Þar kom í ljós að ég er af Stark ætt. Kosningastjórinn sagði mér að það ætti vel við því það er eina vinstrisinnaða ættin í þáttunum. Internetið virðist sammála að sannir vinstrimenn standa víst með Stark.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Í fjölskyldunni er ein prumpulögga sem á það til að ávíta fólk. Ég hef stundum lent í klóm hennar. En þegar ég brunaði af fótboltamóti um daginn þá gómaði gamla Blönduóslöggan mig fyrir hraðaakstur. Hún stendur enn fyrir sínu þó lögregluumdæmið hafi verið sameinað. Þó þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég var gripin af Blönduóslöggunni þá vona ég að ég að það verði ekki aftur.Uppáhalds tónlistarmaður? Upp á síðkastið hef ég hlustað mikið á Teit Magnússon og Kendrick Lamar en Reykjavíkurdætur og Beyoncé eru í miklu uppáhaldi.Uppáhalds bókin? Það er ennþá "Selur kemur í heimsókn". Hún var mikið lesin fyrir mig þegar ég var lítil og nú les ég hana fyrir börnin. Fæ aldrei leið. Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni kemur fast á hæla hennar.Líf á veiðum.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Límónaði. Heimalagað að sjálfsögðu. Af Snorra.Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er eitthvað sem maður upplifði á níunda áratug síðustu aldar. Þá fór maður líklega á BSÍ og keypti sér franskar og kók í gegnum bílalúgu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Ég hef ekki eirð í mér til að liggja í sólbaði þannig að ég vel alltaf staði þar sem ég geng allan daginn og fer á söfn og sæki staði þar sem ég upplifi menningu, sögu, mannlíf og fæ eitthvað gott að borða og drekka.Hefur þú pissað í sundlaug? Úa móðursytir mín fór með mig reglulega í Vesturbæjarlaugina þegar ég var lítil. Ég þori að veðja að ég hafi pissað í þá laug einhvern tímann. En ekki eftir að ég komst á fullorðinsár. Ekki svo ég muni a.m.k.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Gravel pit með Wu-Tang clan. CREAM!Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Nei, Reykjavík er frábær. Reyndar mættu þessir hægrimenn gjarnan hætta að bjóða sig fram.Á að banna flugelda? Þeir menga en þeir eru fallegir. Er ekki hægt búa til umhverfisvæna flugelda sem menga ekki? Ég er a.m.k. til í að skoða þetta og leysa málið með Stjörnu Sævari og Hjálparsveitunum - svo við getum öll andað léttar og mengað minna.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Klárlega Hallbera - best á vinstri kantinum.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Líf Magneudóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Líf er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Hún vann um tíma við það að steikja hamborgara og selja lakkrís í dönsku ferðatívolíi. Hún getur farið með einleiki úr Machbeth og er yfir meðaltalskonu á Íslandi í barneignum. Líf er með pungaprófið, kann að skjóta úr haglabyssu og hún getur líka næstum því staðið á höndum. Líf kýs Vinstri græn í kosningunum 26. maí því það er eini flokkurinn sem talar um raunverulegt frelsi fólks og náttúru.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ægisíðan, Skagafjörðurinn og Drangey í ljósaskiptunum. Öll bæjarstæði við hafið finnast mér reyndar falleg.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ísafjörður hefur allt upp á að bjóða. Fallega náttúru, gott menningarlíf, útivist, barnvænt samfélag og gott fólk.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt sem Snorri gerir sem inniheldur hvítlauk, sítrónur, kóríander, pipar, tómatpúrru, engifer og kaffi. (Snorri er sambýlismaki minn.)Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Spaghettí með kjötsósu og svo geri ég besta popp í heimi. Ekki mjög flókið enda þarf ég ekki að hugsa um eldamennskuna á heimilinu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Colors með Ice T. Ég kann það líka utan að og get sungið með tilþrifum.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég fór með vitlaust barn í barnaafmæli (á sko fjögur). Því var reyndar vel tekið og barninu boðið að vera bara með í veisluhöldunum. Eftir smá samráð ákváðum við að afþakka og fara frekar á kaffihús og fá okkur kakó. Draumaferðalagið? Að sigla skútu um heiminn, yfir m.a. Kyrra- og Miðjarðarhafið og fara til Galápagos, Páskaeyja, Tonga og Filippseyja. Mig hefur alltaf langað til að sjá steinhöfuðin á Páskaeyjum og alvöru dreka á Galápagos. Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég veit að lífið heldur áfram eftir að við erum dauð en ég trúi því ekki að maður fái annan séns eftir dauðann. Þess vegna þurfum við að lifa vel núna og muna að njóta.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Óteljandi hrekkir en sá nýlegasti var líklega þegar ég hengdi öskupoka á borgarstjóra og hann gekk um allt og fór á alls konar fundi og vissi ekki neitt. Á meira að segja mynd af því.Hundar eða kettir? Ég er því miður með ofnæmi fyrir bæði köttum og hundum en við mamma áttum ketti í tíu ár. Og líklega ætti ég kött ef ekki væri fyrir næmi mitt.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Expendables. Engar ástarsenur, „one-liners“ og kallar á eftirlaunum með byssur. Getur ekki klikkað.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm. Þetta yrði auðvitað Óskarsmynd.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Af því ég hef ekki horft á þættina þá fór ég og tók próf á netinu. Þar kom í ljós að ég er af Stark ætt. Kosningastjórinn sagði mér að það ætti vel við því það er eina vinstrisinnaða ættin í þáttunum. Internetið virðist sammála að sannir vinstrimenn standa víst með Stark.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Í fjölskyldunni er ein prumpulögga sem á það til að ávíta fólk. Ég hef stundum lent í klóm hennar. En þegar ég brunaði af fótboltamóti um daginn þá gómaði gamla Blönduóslöggan mig fyrir hraðaakstur. Hún stendur enn fyrir sínu þó lögregluumdæmið hafi verið sameinað. Þó þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég var gripin af Blönduóslöggunni þá vona ég að ég að það verði ekki aftur.Uppáhalds tónlistarmaður? Upp á síðkastið hef ég hlustað mikið á Teit Magnússon og Kendrick Lamar en Reykjavíkurdætur og Beyoncé eru í miklu uppáhaldi.Uppáhalds bókin? Það er ennþá "Selur kemur í heimsókn". Hún var mikið lesin fyrir mig þegar ég var lítil og nú les ég hana fyrir börnin. Fæ aldrei leið. Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni kemur fast á hæla hennar.Líf á veiðum.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Límónaði. Heimalagað að sjálfsögðu. Af Snorra.Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er eitthvað sem maður upplifði á níunda áratug síðustu aldar. Þá fór maður líklega á BSÍ og keypti sér franskar og kók í gegnum bílalúgu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Ég hef ekki eirð í mér til að liggja í sólbaði þannig að ég vel alltaf staði þar sem ég geng allan daginn og fer á söfn og sæki staði þar sem ég upplifi menningu, sögu, mannlíf og fæ eitthvað gott að borða og drekka.Hefur þú pissað í sundlaug? Úa móðursytir mín fór með mig reglulega í Vesturbæjarlaugina þegar ég var lítil. Ég þori að veðja að ég hafi pissað í þá laug einhvern tímann. En ekki eftir að ég komst á fullorðinsár. Ekki svo ég muni a.m.k.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Gravel pit með Wu-Tang clan. CREAM!Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Nei, Reykjavík er frábær. Reyndar mættu þessir hægrimenn gjarnan hætta að bjóða sig fram.Á að banna flugelda? Þeir menga en þeir eru fallegir. Er ekki hægt búa til umhverfisvæna flugelda sem menga ekki? Ég er a.m.k. til í að skoða þetta og leysa málið með Stjörnu Sævari og Hjálparsveitunum - svo við getum öll andað léttar og mengað minna.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Klárlega Hallbera - best á vinstri kantinum.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira