Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Gamla Sundhöllinn í Keflavík er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10
Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25