Íslenski boltinn

Grindavík tók öll þrjú stigin í Garðabæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd af Grindavík í fyrra.
Liðsmynd af Grindavík í fyrra. vísir/fésbókarsíða Grindavíkur
Grindavík gerði sér lítið fyrir og skellti Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna en Grindavík vann 3-2 sigur í leik liðanna í Garðabæ í kvöld.

Katrín Ásbjörnsdóttir kom Stjörnunni yfir á tíundu mínútu og flestir héldu þá væntanlega að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir Garðabæjarliðið.

Gestirnir voru ekki á sama máli. María Sól Jakobsdóttir jafnaði tveimur mínútum síðar og Rio Hardy kom þeim yfir á 33. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Katrín jafnaði svo metin fyrir Stjörnuna er fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Bretinn Rio Hardy tryggði Grindavík sigur með marki á 69. mínútu. 3-2 sigur Grindvíkinga.

Þetta voru fyrstu stig Grindavíkur í sumar sem er af mörgum spáð falli á meðan Stjörnunni er spáð toppbaráttu. Stjarnan er með sex stig af tólf mögulegum.

Markaskorarar og úrslit eru fengin frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×