Íbúarnir andmæla byggingu íbúða á Stýrimannareitnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2018 08:00 Sameinumst í því að láta ekki þetta síðasta græna útivistarsvæði hverfisins, sleðabrekku, útsýnisundur og sameiningarstað hverfisbúa fara undir malbik, segir í fundarboði fyrir íbúafundinn sem fór fram í gær. Vísir/ernir Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15